Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 13:31 Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar