Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 13:31 Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Hinsegin Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil 35 árum var nýr stjórnandi ráðinn til starfa í stóru fyrirtæki í Reykjavík og olli það nokkrum usla. Stjórnandinn var nefnilega ekki aðeins kona, heldur líka lesbía. Hið fyrrnefnda þótti alveg nógu róttækt að mati margra og hið síðarnefnda bætti því gráu ofan á svart. Fólk hótaði jafnvel að hætta störfum og leita á önnur mið. Viðbrögð forstjóra fyrirtækisins voru á þá leið að hótararnir þyrftu þá bara að fara sinn veg, hann væri búinn að ráða öfluga manneskju til starfa og hygðist standa með því. Þessa sögu heyrði ég nýlega og hefur hún setið með mér síðan, ekki vegna þess að hún er einstök heldur einmitt því hún var tæplega einsdæmi. Bæði konur og hinsegin fólk af öllum stærðum og gerðum hafa þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum á vinnumarkaði. Framsæknir stjórnendur geta skipt sköpum og í þessari sögu skipti afstaða forstjórans lykilmáli, hann dró línu í sandinn og sú lína er þar enn, samkvæmt starfsfólki. Það sem þó er mikilvægast að huga að er að hvert og eitt okkar hefur áhrif. Misrétti gagnvart einstaklingum í vinnu þrífst langoftast þegar meirihlutinn þegir. Skaðinn verður mestur ef allir taka þátt en líka þegar enginn tekur upp hanskann fyrir þann einstakling sem misréttið beinist að. Særandi ummæli geta til dæmis haft miklu minni áhrif á einstakling sem fær stuðning í sínu nærumhverfi og þarf ekki að taka slaginn einn. Hinsegin dagar eru kjörið tækifæri til að axla ábyrgð og sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sporna gegn misrétti á vinnumarkaði. Hluti af því er að horfa um öxl og sjá hve margt hefur breyst frá því að það taldist til tíðinda að lesbía fengi vinnu. Hins vegar er ekki síður mikilvægt að horfast í augu við misrétti dagsins í dag og þann þátt sem við getum öll átt í að viðhalda því eða brjóta það upp. Við verjum stórum hluta ævinnar í vinnunni og það eru til ótal rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þess fyrir andlega og líkamlega heilsu að líða vel á vinnustað. Allt launafólk getur lagt sitt af mörkum við að byggja upp góða og inngildandi vinnustaði þar sem okkur líður vel, ekki þrátt fyrir að við séum ólík, heldur einmitt vegna þess að við erum ólík. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er formaður VR.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun