Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 00:05 Leiðtogarnir jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta og kváðust munu tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels. AP Aserar og Armenar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að koma á varanlegum friði eftir blóðug átök sem staðið hafa yfir með hléum frá upplausn Sovétríkjanna. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington í dag og með milligöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í. Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Ilham Aliyev forseti Aserbaídsjan og Nikol Pasjinjan forsætisráðherra Armeníu funduðu með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag þar sem fyrrnefnd viljayfirlýsing var undirrituð. Trump sagði báðar þjóðir staðráðnar í því að binda enda á átökin sem einkennt hafa samband þeirra frá því að þær öðluðust sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna árið 1991. Leiðtogar ríkjanna tveggja sömdu um drög að friðarsamkomulagi í mars síðastliðnum eftir blóðugar deilur um Nagornó-Karabakh-hérað sem staðið hafa yfir frá árinu 1994 með hléum. Héraðið er nú undir stjórn Asera sem gerðu leiftursókn síðla árs 2023. Íbúar héraðsins voru að langmestu leyti Armenar sem bjuggu við nokkra sjálfstjórn innan landamæra Aserbaídsjan í trássi við vilja aserskra stjórnvalda. Í kjölfar sóknar aserska hersins flúðu nær allir íbúar héraðsins til Armeníu. Samkvæmt umfjöllun New York Times fá Bandaríkjamenn fyrir milligöngu sína leyfi til að leggja fólks- og vöruflutningabraut sem mun þvera suðurhluta Armeníu. Brautin mun tengja Aserbaídsjan, sem liggur austan við Armeníu, við Nakhítsjevan, aðskilið sjálfsstjórnarhérað vestan við Armeníu sem liggur að Tyrklandi Viljayfirlýsingin jafngildir ekki formlegum friðarsamningi en verður að teljast söguleg þar sem þjóðirnar tvær áttu í blóðugum átökum síðast haustið 2023. Leiðtogar Armeníu og Aserbaídsjan jusu lofi yfir Bandaríkjaforseta. „Ef ekki hefði verið fyrir Trump og hans menn væru Armenía og Aserbaídsjan aftur föst í þessum endalausu viðræðum. Trump forseti hefur fært Kákasus frið,“ sagði Ilham Aliyev. Ekki dró Pasjinjan heldur úr því og vísaði til Trump sem friðflytjendans úr Fjallræðunni. Báðir leiðtogar gáfu það svo til kynna að þeir hygðust tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels sem Trump tók ekki illa í.
Armenía Aserbaídsjan Donald Trump Bandaríkin Nagorno-Karabakh Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira