Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Kristján Már Unnarsson skrifar 9. ágúst 2025 10:22 Olíuvinnsluskipið á Johan Castberg-svæðinu. Equinor Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. Svæðið kallast Johan Castberg og er nefnt eftir einum áhrifamesta stjórnmálamanni Noregs á fyrstu áratugum 20. aldar. Olíuvinnslan hófst raunar fyrir þremur mánuðum og hefur hún þegar náð að komast upp í 220 þúsund tunnur á sólarhring. Í fréttatilkynningu aðalsérleyfishafans, ríkisolíufélagsins Equinor, segir að á þriggja til fjögurra daga fresti sigli núna fullhlaðið olíuskip með nýjan farm frá svæðinu sem gæti verið í kringum hálfs milljarðs norskra króna virði, andvirði um sex milljarða íslenskra króna. Talið er að hægt verði að vinna olíu af svæðinu í að minnsta kosti þrjátíu ár. Orkumálaráðherra Noregs, til vinstri, opnaði olíuvinnslusvæðið með því að klippa á stálkeðju með aðstoð eins starfsmanna vinnsluskipsins.Equinor/OLE JØRGEN BRATLAND Í opnunarræðu sinni sagði ráðherrann Terje Aasland, sem kemur úr Verkamannaflokknum, að norska ríkisstjórnin hygðist áfram þróa olíugeirann. Barentssvæðið gegndi lykilhlutverki í að hægja á væntanlegum samdrætti í olíuvinnslu Norðmanna eftir árið 2030. „Með Castberg í framleiðslu eru í Barentshafi núna bæði annað stærsta olíuvinnslusvæði okkar, annað stærsta gassvæði okkar og stærsta uppgötvaða óunna svæðið sem bíður þróunar. Að auki geymir það stóran hluta auðlinda sem eftir er að finna,“ sagði Terje Aasland. Orkumálaráðherrann Terje Aasland ásamt forstjóra ríkisolíufélagsins Equinor, Kjetil Hove.Equinor/Ole Jørgen Bratland Hann sagði Johan Castberg-svæðið þegar hafa styrkt atvinnulíf Norður-Noregs verulega. Castberg væri gott dæmi um þau miklu áhrif sem olíuvinnsla í hafi hefði í landi. Sérsmíðað vinnsluskip annast olíuvinnslu úr þrjátíu olíubrunnum á hafsbotni á svæðinu. Þjónustumiðstöð er staðsett í bænum Hammerfest og þar er einnig þyrlumiðstöð þaðan sem starfsmenn eru fluttir um borð í vinnsluskipið. Um þriðjungur starfsmanna er búsettur í Norður-Noregi. Þegar fyrstu íslensku sérleyfunum var úthlutað á Drekasvæðinu í Ráðherrabústaðnum árið 2013 gerðu sérleyfishafar ráð fyrir að hagkvæmast yrði að vinna olíuna með sérstöku vinnsluskipi, líkt og fram kom í þessari frétt fyrir tólf árum: Dæmi um áhrif olíuvinnslu á norsk samfélög má sjá hér: Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Tengdar fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. 30. desember 2022 15:20 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Svæðið kallast Johan Castberg og er nefnt eftir einum áhrifamesta stjórnmálamanni Noregs á fyrstu áratugum 20. aldar. Olíuvinnslan hófst raunar fyrir þremur mánuðum og hefur hún þegar náð að komast upp í 220 þúsund tunnur á sólarhring. Í fréttatilkynningu aðalsérleyfishafans, ríkisolíufélagsins Equinor, segir að á þriggja til fjögurra daga fresti sigli núna fullhlaðið olíuskip með nýjan farm frá svæðinu sem gæti verið í kringum hálfs milljarðs norskra króna virði, andvirði um sex milljarða íslenskra króna. Talið er að hægt verði að vinna olíu af svæðinu í að minnsta kosti þrjátíu ár. Orkumálaráðherra Noregs, til vinstri, opnaði olíuvinnslusvæðið með því að klippa á stálkeðju með aðstoð eins starfsmanna vinnsluskipsins.Equinor/OLE JØRGEN BRATLAND Í opnunarræðu sinni sagði ráðherrann Terje Aasland, sem kemur úr Verkamannaflokknum, að norska ríkisstjórnin hygðist áfram þróa olíugeirann. Barentssvæðið gegndi lykilhlutverki í að hægja á væntanlegum samdrætti í olíuvinnslu Norðmanna eftir árið 2030. „Með Castberg í framleiðslu eru í Barentshafi núna bæði annað stærsta olíuvinnslusvæði okkar, annað stærsta gassvæði okkar og stærsta uppgötvaða óunna svæðið sem bíður þróunar. Að auki geymir það stóran hluta auðlinda sem eftir er að finna,“ sagði Terje Aasland. Orkumálaráðherrann Terje Aasland ásamt forstjóra ríkisolíufélagsins Equinor, Kjetil Hove.Equinor/Ole Jørgen Bratland Hann sagði Johan Castberg-svæðið þegar hafa styrkt atvinnulíf Norður-Noregs verulega. Castberg væri gott dæmi um þau miklu áhrif sem olíuvinnsla í hafi hefði í landi. Sérsmíðað vinnsluskip annast olíuvinnslu úr þrjátíu olíubrunnum á hafsbotni á svæðinu. Þjónustumiðstöð er staðsett í bænum Hammerfest og þar er einnig þyrlumiðstöð þaðan sem starfsmenn eru fluttir um borð í vinnsluskipið. Um þriðjungur starfsmanna er búsettur í Norður-Noregi. Þegar fyrstu íslensku sérleyfunum var úthlutað á Drekasvæðinu í Ráðherrabústaðnum árið 2013 gerðu sérleyfishafar ráð fyrir að hagkvæmast yrði að vinna olíuna með sérstöku vinnsluskipi, líkt og fram kom í þessari frétt fyrir tólf árum: Dæmi um áhrif olíuvinnslu á norsk samfélög má sjá hér:
Noregur Bensín og olía Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Orkumál Tengdar fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. 30. desember 2022 15:20 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43
Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. 18. nóvember 2011 20:34
Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06
Leggja 190 milljarða króna í gasvinnsluna í Hammerfest Norska ríkisolíufélagið Equinor og samstarfsaðilar þess á Snøhvit-gasvinnslusvæðinu í Barentshafi hafa ákveðið að leggja 13,2 milljarða norskra króna, andvirði 190 milljarða íslenskra, í uppfærslu gasvinnslustöðvarinnar á Melkøya við bæinn Hammerfest í Norður-Noregi. Áætlaður líftími stöðvarinnar framlengist með þessu um áratug, til ársins 2050, auk þess sem rafvæðing hennar mun draga verulega úr losun koltvísýrings. 30. desember 2022 15:20
Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45