Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar 12. ágúst 2025 09:00 Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar