Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2025 10:30 Aljus Anzic þykir einn efnilegasti handboltamaður heims. ihf/Anze Malovrh Handboltaáhugafólk ætti að leggja nafn Slóvenans Aljus Anzic á minnið. Strákurinn skráði sig í sögubækurnar með magnaðri frammistöðu gegn Noregi á HM U-19 ára í gær. Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona. Handbolti Slóvenía Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira
Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona.
Handbolti Slóvenía Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Fótbolti Fleiri fréttir Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM FH - KA | Heiðursverðlaun veitt fyrir hörkuleik Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Sjá meira