Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 13:16 Donnarumma yrði sá fyrsti til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald Persaflóaríkjanna. EPA/FRANCK FIFE / POOL MAXPPP OUT Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er á förum frá PSG og mögulega á leið til Manchester City. Hann yrði fyrsti leikmaðurinn til að skipta milli félaganna síðan þau gengu undir eignarhald tveggja óvinveittra ríkja við Persaflóann. Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þjálfari PSG staðfesti í gær að Donnarumma væri á förum frá félaginu og franski miðillinn L‘equipe slær því föstu að Donnarumma sé búinn að ganga frá samkomulagi við Manchester City. Donnarumma yrði sá fyrsti í rúmlega tuttugu ár til að skipta milli þessara félaga en enginn hefur gert það síðan þau voru keypt af ríkissjóðum Katar (PSG) og Sameinuðu arabísku furstadæmanna (City). Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og þyrfti því að vera keyptur en mið-austurlensku ríkin eiga almennt ekki gott samband, viðskiptalega eða stjórnmálalega. Milliríkjadeilur smituðu út frá sér Milliríkjaerjurnar stóðu sem hæst frá árinu 2017 til 2021. Katar var þá beitt viðskiptaþvingunum af öðrum Persaflóaríkjum, Sameinuðu arabísku furstadæmunum þeirra á meðal. Á sama tíma myndaðist mikil togstreita milli City og PSG. Bæði lið höfðu verið í vandræðum með FFP fjármálareglurnar en PSG tókst samt að ganga frá kaupum á Neymar og Kylian Mbappé fyrir metfé sumarið 2017. City mótmælti kaupunum mikið, sérstaklega í ljósi þess að á svipuðum tíma var City dæmt út úr Evrópukeppnum UEFA fyrir að brjóta fjármálareglur (ákvörðun sem var síðan felld niður). Erjurnar áttu eftir að breiðast enn frekar út árið 2021 þegar City samþykkti að vera hluti af Ofurdeildinni umdeildu, sem PSG var harðlega á móti. Síðar sama ár gekk Lionel Messi svo til liðs við PSG og eyðilagði drauma þjálfarans Pep Guardiola um endurfundi við einn besta fótboltamann sögunnar. Vinir og óvinir UEFA PSG og City hafa líka verið með sitt hvora stefnuna í nálgun sinni við knattspyrnuyfirvöld. PSG er mikill vinur UEFA en City hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort Donnarumma verði maðurinn sem grefur stríðsöxina milli félaganna, eða hvort enn frekari átök bakvið tjöldin brjótist út.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira