Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 10:37 Stofnun vinnumarkaðstölfræði í Bandaríkjunum heyrir undir vinnumálaráðuneytið. Trump sakaði fyrri yfirmann hennar um að hafa hagrætt tölum um fjölgun starfa, án nokkurra sannanna. AP/J. Scott Applewhite Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent