Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli: 1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. 2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland. 3. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. 4. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði. 5. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla. 6. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild. 7. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga. 8. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða. 9. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð. 10. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin. 11. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar. 12. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB. Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra. Höfundur er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli: 1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. 2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland. 3. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. 4. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði. 5. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla. 6. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild. 7. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga. 8. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða. 9. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð. 10. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin. 11. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar. 12. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB. Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra. Höfundur er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun