Handbolti

Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálf­leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar Ingi Sindrason og félagar í íslenska U-19 ára landsliðinu enduðu í 6. sæti á HM.
Garðar Ingi Sindrason og félagar í íslenska U-19 ára landsliðinu enduðu í 6. sæti á HM. ihf/Anze Malovrh

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri hefur lokið leik á HM. Ísland tapaði fyrir heimaliði Egyptalands, 33-31, í leiknum um 5. sætið í dag.

Íslendingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fimm mörkum að honum loknum, 17-12.

Í seinni hálfleik stigu Egyptar á bensíngjöfina og sigu fram úr. Þeir unnu seinni hálfleikinn, 21-14, og leikinn, 33-31, og náðu þar með 5. sætinu.

Dagur Árni Heimisson, leikmaður Vals, var atkvæðamestur í íslenska liðinu en hann skoraði níu mörk. HK-ingurinn Ágúst Guðmundsson skoraði sex mörk.

Jens Sigurðarson varði átta skot í íslenska markinu og Sigurjón Bragi Atlason eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×