Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 10:01 Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun