Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 14:17 Brúin var flutt í heilu lagi í maí og hífð upp. Vísir/Atli Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. „Það var lagt allt kapp á að opna göngubrúna áður en skólastarf hæfist, svo við erum mjög ánægð með að það er að takast,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir hjá Vegagerðinni í svari til fréttastofu um málið. Svona lítur brúin út að innan. Vegagerðin Grunn- og framhaldsskólar hefja göngu sína í þessari og næstu viku. Fram kom í fréttum í vor, þegar brúin var sett upp, að vonir stæðu til þess að hægt yrði að nota hana í júní en tafir urðu á framkvæmd öryggisúttektar og var því ekki hægt að opna hana fyrr en í dag. Brúin er alls 28 metra löng og eru við báða enda stigar og lyftur fyrir hjólandi og gangandi til að komast yfir. Göngubrúin er um miðja vegu milli gatnamóta Sæbrautar við Súðavog annars vegar og Kleppsmýrarvegar hins vegar. Með henni verður til ný gönguleið milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Betri samgangna og er fjármögnuð af Samgöngusáttmálanum. Vegagerðin hefur yfirumsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa. Reykjavík Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. 15. maí 2025 15:26 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það var lagt allt kapp á að opna göngubrúna áður en skólastarf hæfist, svo við erum mjög ánægð með að það er að takast,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir hjá Vegagerðinni í svari til fréttastofu um málið. Svona lítur brúin út að innan. Vegagerðin Grunn- og framhaldsskólar hefja göngu sína í þessari og næstu viku. Fram kom í fréttum í vor, þegar brúin var sett upp, að vonir stæðu til þess að hægt yrði að nota hana í júní en tafir urðu á framkvæmd öryggisúttektar og var því ekki hægt að opna hana fyrr en í dag. Brúin er alls 28 metra löng og eru við báða enda stigar og lyftur fyrir hjólandi og gangandi til að komast yfir. Göngubrúin er um miðja vegu milli gatnamóta Sæbrautar við Súðavog annars vegar og Kleppsmýrarvegar hins vegar. Með henni verður til ný gönguleið milli Dugguvogs við Tranavog og Snekkjuvogs. Framkvæmdin er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Betri samgangna og er fjármögnuð af Samgöngusáttmálanum. Vegagerðin hefur yfirumsjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa.
Reykjavík Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Grunnskólar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. 15. maí 2025 15:26 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. 15. maí 2025 15:26