Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar 19. ágúst 2025 07:30 „Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hjálparstarf Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
„Ég klæddi mig í rauða vestið og fór á staðinn þar sem sprengjan sprakk. Enginn var mættur til að aðstoða. Ég var með skyndihjálpartösku og veitti særðum fyrstu hjálp. Þegar bráðaliðar komu á vettvang hélt ég áfram að veita aðstoð.“ Þannig lýsir Nima Ahmadi, sjálfboðaliði Rauða hálfmánans, því er hann fór á vettvang í hverfinu sínu um leið og átök blossuðu upp í Íran í júní. Þau stóðu í tólf langa daga og Nima var að störfum allan þann tíma. Þegar neyðarástand skapast, hvort sem er af völdum manna eða náttúrunnar, eru sjálfboðaliðar eins og Nima og starfsfólk Rauða krossins og Rauða hálfmánans oft fyrst á vettvang. Þangað mæta þau til að hlúa að slösuðum, særðum og hræddum. Þau bera engin vopn heldur hjálpargögn og von fyrir manneskjur í nauðum. Þau eiga að njóta verndar. Þau eru ekki skotmörk. En hinn ískaldi veruleiki er hins vegar sá að í fyrra létust 32 þeirra við störf sín. Nær öll voru drepin. Í ár hafa sautján þeirra hlotið sömu örlög. Það stefnir því í að árið 2025 verði það hættulegasta frá upphafi fyrir þau sem starfa við að veita öðrum aðstoð á hættusvæðum. Fyrir þau sem koma til hjálpar á meðan aðrir flýja. Og það er með öllu óásættanlegt. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna, en þessi dagur var valinn því fyrir 22 árum síðan létust 19 hjálparstarfsmenn þegar sprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna í Baghdad. Í því tilefni heiðrum við sérstaklega þær milljónir hjálparstarfsmanna um allan heim sem starfa í þágu mannúðar á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans og annara hjálparstofnanna. Ofbeldi gegn þessum kollegum okkar, sem virðist vera að færast í aukana, verður að linna. Það kann að hljóma undarlega í einhverra eyru en meira að segja í stríði gilda ákveðnar reglur sem ríki heims hafa sammælst um. Sem þau hafa skuldbundið sig til að fylgja. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum á mannúðarstarfsfólk að njóta virðingar og verndar, rétt eins og heilbrigðisstarfsfólk, sjúkrahús og allir almennir borgarar. Að sjálfsögðu fá allir sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem og starfsmenn félaganna ítarlega þjálfun sem á að tryggja öryggi þeirra á hættusvæðum eftir fremsta megni. En þegar átök geisa þarf að treysta á að þeir sem aðild að þeim eiga, þeir sem bera og beita vopnum, fylgi lögum sem gilda í stríði. Að þeir geri allt sem í þeirra valdi stendur til að skaða ekki þá hópa sem njóta skulu verndar. Árið 2024 og það sem af er árinu 2025 hefur fólk klætt rauðum vestum með merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans verið drepið á Gaza, í Íran, Súdan, Austur-Kongó, Alsír, Sýrlandi og Eþíópíu. Langflestir hafa fallið á Gaza, 25 manneskjur þegar þetta er skrifað. Fimm létust í Íran á meðan átökin stóðu þar yfir í júní. Þegar fleiri voru komnir til aðstoðar særðum í hverfinu hans Nima fór hann í næsta hverfi. Þar fann hann þrjú börn liggjandi á götunni, þakin ryki. „Ég var einn. Ég hjálpaði þeim og hélt svo áfram á næsta stað. Ég hætti ekki.“ Við megum ekki heldur hætta. Við megum ekki hætta að veita fólki í nauðum aðstoð og við megum ekki hætta að krefjast þess að þau sem hlaupa í átt að hættunni en ekki frá henni njóti sannarlega verndar. Að þeir sem beri ábyrgð á beitingu vopna standi við skuldbindingar sínar. Það er ekki nóg að heiðra sjálfboðaliða og mannúðarstarfsfólk. Við verðum að standa með þeim þegar þau þurfa mest á okkur að halda. Sem er akkúrat núna. Við getum þetta ekki ein. Við biðjum þig að vera í liði með mannúðinni. Því saman er rödd okkar sterkari. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun