Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 13:17 Birgir Jónasson fangelsismálastjóri var spurður út í tilhögun símamála hjá föngum en í fréttum var greint frá því að sakborningur hringdi ítrekað í aðila máls. Vísir Sá sem stýrir sakamálarannsókn ræður því hvort og þá hversu lengi gæsluvarðhaldsfangar sæta símabanni. Þetta segir fangelsismálastjóri, almennt um aðgang sakborninga að símum í fangelsum. Þá hafi lögregla heimild til að hlusta á samtölin sem fangar eiga í fangelsissíma þó það sé afar sjaldgæft að það sé gert. Í kvöldfréttum Sýnar sögðum við frá því að kona, sem ákærð er fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni, hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að móðirin sé bæði meintur brotaþoli og lykilvitni. Málið hefur í fjölmiðlum verið kennt við Súlunes í Garðabæ þar sem meint árás átti sér stað í apríl. Þetta er ekki eina dæmið þar sem sakborningur slær á þráðinn til aðila máls innan veggja fangelsa en í ársbyrjun var greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á Menningarnótt í fyrra hefði sett sig í samband við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Hvernig má það vera að sakborningur geti hringt í meintan brotaþola og lykilvitni í eigin máli nær daglega? „Almennt þá get ég nú ekki tjáð mig um einstök mál en reglurnar eru þannig að fangi á rétt á símtölum við fólk utan fangelsis á þeim tímum dags sem reglur fangelsisins segja til um og það á jafnt við um einstaklinga sem afplána refsidóm og sæta gæsluvarðhaldi og svona almennt þá veitum við aðgang að síma í fangelsinu, þetta er þá fangelsislínusími sem viðkomandi getur þá notað. Það er sérstaklega heimilt að hlusta á símtöl við sérstakar aðstæður til að viðhalda góðri reglu og öryggi í fangelsi en það er fremur sjaldgæft að það sé gert,“ segir Birgir Jónasson fangelsismálastjóri. Birgir bendir á að hvers kyns takmarkanir séu gjarnan settar fram vegna skilyrða gæsluvarðhalds strax í upphafi þegar lögregla fer fram á gæsluvarðhaldið en takmörkunum sé síðan aflétt eftir tiltekinn tíma. „Sá sem stýrir rannsókn getur bannað og takmarkað notkun gæsluvarðhaldsfanga að notkun síma samkvæmt lögum um fullnustu refsinga og þá getur einnig rétthafi númers hann getur óskað eftir því að það sé ekki haft samband við það númer, það gerist öðru hverju.“ Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Tengdar fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. 18. ágúst 2025 18:57 Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. 1. ágúst 2025 15:41 Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. 30. júlí 2025 18:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar sögðum við frá því að kona, sem ákærð er fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni, hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að móðirin sé bæði meintur brotaþoli og lykilvitni. Málið hefur í fjölmiðlum verið kennt við Súlunes í Garðabæ þar sem meint árás átti sér stað í apríl. Þetta er ekki eina dæmið þar sem sakborningur slær á þráðinn til aðila máls innan veggja fangelsa en í ársbyrjun var greint frá því að árásarmaðurinn í stunguárásinni á Menningarnótt í fyrra hefði sett sig í samband við brotaþola, fyrrverandi kærustu, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi. Hvernig má það vera að sakborningur geti hringt í meintan brotaþola og lykilvitni í eigin máli nær daglega? „Almennt þá get ég nú ekki tjáð mig um einstök mál en reglurnar eru þannig að fangi á rétt á símtölum við fólk utan fangelsis á þeim tímum dags sem reglur fangelsisins segja til um og það á jafnt við um einstaklinga sem afplána refsidóm og sæta gæsluvarðhaldi og svona almennt þá veitum við aðgang að síma í fangelsinu, þetta er þá fangelsislínusími sem viðkomandi getur þá notað. Það er sérstaklega heimilt að hlusta á símtöl við sérstakar aðstæður til að viðhalda góðri reglu og öryggi í fangelsi en það er fremur sjaldgæft að það sé gert,“ segir Birgir Jónasson fangelsismálastjóri. Birgir bendir á að hvers kyns takmarkanir séu gjarnan settar fram vegna skilyrða gæsluvarðhalds strax í upphafi þegar lögregla fer fram á gæsluvarðhaldið en takmörkunum sé síðan aflétt eftir tiltekinn tíma. „Sá sem stýrir rannsókn getur bannað og takmarkað notkun gæsluvarðhaldsfanga að notkun síma samkvæmt lögum um fullnustu refsinga og þá getur einnig rétthafi númers hann getur óskað eftir því að það sé ekki haft samband við það númer, það gerist öðru hverju.“
Grunuð um manndráp við Súlunes Fangelsismál Tengdar fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. 18. ágúst 2025 18:57 Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. 1. ágúst 2025 15:41 Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. 30. júlí 2025 18:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. 18. ágúst 2025 18:57
Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. 1. ágúst 2025 15:41
Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. 30. júlí 2025 18:32