Neytendur

Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðs­föll

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Loftpúðarnir geta verið gallaðir. Þegar loftpúðinn springur geta myndast sprengiflísar sem springa framan í fólk.
Loftpúðarnir geta verið gallaðir. Þegar loftpúðinn springur geta myndast sprengiflísar sem springa framan í fólk. Aðsend

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur ítrekað innköllun loftpúða fjölmargra tegunda bíla sem voru framleiddir frá 1998 til 2019. Um er að ræða 31 bílategundir allt í allt. 

Upphaflega átti umrædd innköllun sér stað fyrir þó nokkrum árum, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá HMS, en þar sem að fjölmargir eigendur bíla hér á landi hafi ekki sinnt innkölluninni er hún nú ítrekuð.

„Um er að ræða stærstu innköllun vegna ökutækja frá upphafi en yfir 100 milljóna loftpúða hafa verið innkallaðir alls staðar í heiminum. Þegar loftpúðinn springur geta myndast sprengiflísar sem springa framan í fólk. Vitað er um 35 dauðsföll um allan heim vegna þessa gölluðu loftpúða,“ segir í tilkynningu HMS.

Flestar bíltegundirnar eru í notkun hér á landi. Töluverður fjöldi bíla sem eru í notkun hérlendis hafa ekki skilað sér í innköllun. HMS biðlar til neytenda að kanna stöðuna á sínum bíl. Umræddar bíltegundir eru hér fyrir neðan en þeir sem eru óvissir hvort bíll í þeirra hafi verið innkallaður eru hvattir til að hafa samband við viðeigandi umboð og leita ráða.

Acura, Audi, BMW, Cadillac, Citroën, Chevrolet, Chrysler, Daimler, Dodge/Ram, Ferrari, Ford, GMC, Honda, Infiniti, Jaguar, Jeep, Land Rover, Lexus, Lincoln, Mazda, McLaren, Mercedes-Benz, Mercury, Mitsubishi, Nissan, Pontiac, Saab, Saturn, Scion, Subaru og Toyota

„Ef þú hefur hunsað tilkynningu umboða um innköllun eða hún farið fram hjá þér þá skaltu hafa samband strax við viðeigandi umboð og bóka tíma þér að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×