Innlent

Norsku kafararnir mættir í Hauka­dals­á

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kafarar stinga fyrir fiski.
Kafarar stinga fyrir fiski. Vísir/Anton Brink

Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 

Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður er á staðnum en hún segir að aðgerðum miði vel áfram.

Talsmaður kafaranna hafi sagt að þeir væru fljótir að sjá hvort um væri að ræða sjókvíalax eða ekki. Hálftíma eftir að hún ræddi við þá hafi þeir verið búnir að skjóta einn lax sem þótti grunsamlegur. 

Grunsamlegur fiskur.Vísir/Anton Brink

Fulltrúar frá Fiskistofu eru einnig á svæðinu, en þeir hlaupa með köfurunum, og safna löxum sman í poka. Þeir verða svo fluttir suður í Hafnarfjörð þar sem Hafrannsóknarstofnun erfðagreinir þá, svo hægt verði að sjá úr hvaða sjókví fiskurinn kemur.

Nokkrir veiðimenn eru á svæðinu, sem ákváðu að nýta veiðidaginn sinn í ánni þrátt fyrir að eldislaxar hefðu fundist þar og kafararnir væru að störfum.

Hér má sjá myndband af norsku köfurunum að störfum:

Annar gómaður.Vísir/Anton Brink
Kafarar eru á svæðinu ásamt eftirlitsmönnum frá Fiskistofu og fulltrúum ýmissa stangveiðifélaga.Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×