Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2025 09:47 Nakhimov aðmíráll dreginn úr höfn á mánudaginn. Telegram Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Skipið var smíðað í Leníngrad árið 1983, nú Pétursborg, en sjósett árið 1986. Þá hét skipið Kalinin en það er af gerð beitiskipa sem kallast Project 1144.2 Orlan í Rússlandi en innan Atlantshafsbandalagsins hafa skipin verið kölluð Kirov, samkvæmt frétt WarZone. Síðustu sjóferð beitiskipsins lauk árið 1997 og var það dregið í slipp árið 1999, þar sem það var þangað til á mánudaginn. Þá var því siglt út á Hvítahaf vegna tilrauna og seinna meir stendur til að sigla Nakhimov út á Barentshaf, þar sem framkvæma á æfingar og tilraunir yfir nokkra mánuði, með norðurflotanum. Nakhimov á að leysa Pyotr Velikiy, beitiskip af sömu gerð, af hólmi. 🇷🇺🫡⚓️ At last..heavy nuclear cruiser «Admiral Nakhimov» left SevMash shipyard for sea-trials after refurbishing. The ship spent more than 25 yrs at the shipyard. 📸 Courtesy: L.Alekseeva pic.twitter.com/WWPUoRds9U— KURYER🤔 (@RSS_40) August 18, 2025 Í frétt Barents Observer segir að eftir endurbæturnar verði beitiskipið búið eldflaugum, tundurskeytum og fallbyssum og það eigi að allra öflugasta herskip Rússa. Nakhimov ku einnig vera búið ofurhljóðfráum stýriflaugum sem kallast Tsirkon. Í heildina er talið að skipið sé nú búið ekki færri en 174 túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, sem er meira en á nokkru öðru skipi eða kafbáti í heiminum, svo vitað sé. Bandarísk beitiskip af gerðinni Ticonderoga eru búinn 122 skotstæðum fyrir eldflaugar og kínverskir „ofurtundurspillar“ af gerðinni Type 55 eru búnir 112. Það er því ljóst að skotgeta Nakhimovs verður töluverð. Sagt var frá því í febrúar að kveikt hefði verið á kjarnakljúfum beitiskipsins á nýjan leik og að til stæði að fara í sjóprófanir í sumar. Það er þó í kjölfar umfangsmikilla tafa á endurbótum á skipinu. TASS fréttaveitan sagði í febrúar að endurbæturnar hefðu hafist 1999 en vinnan hefði ekki komist á fullt skrið fyrr en 2013. Upprunalega stóð til að ljúka verkinu árið 2018 en verklokum var ítrekað frestað. 🇷🇺#Russian #Navy Video of the Admiral Nakhimov, a Kirov Class nuclear-powered battlecruiser's first sea trials after repairs and upgrades. It provides a closer look at the new radar systems and the new AK-192M 130mm naval gun. Video by Lyudmila Alekseeva. pic.twitter.com/uftFfSVgsZ— Capt(N) (@Capt_Navy) August 18, 2025 Sífellt meiri spenna á norðurslóðum Spennan hefur aukist nokkuð á norðurslóðum á undanförnum árum og er líklegt að Nakhimov aðmíráll muni spila stórt hlutverk í ætlunum Rússar þar á komandi árum. Mikilvægi norðurslóða hefur aukist töluvert með hopandi hafís og opnun nýrra siglingaleiða milli Asíu og Evrópu, auk aukins áhuga á nýtingu á auðlindum á svæðinu. Undanfarna mánuði hafa Rússar sakað Norðmenn um hervæðingu Svalbarða. Economist segir ráðamenn í Noregi vera þeirrar skoðunar að innganga Svía og Finna í NATO komi niður á Rússum í Eystrasalti og því vilji þeir leggja meiri áherslu á norðurslóðir. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Svalbarði er mitt á milli Grænlands, Noregs og Rússlands og verður sífellt mikilvægari á norðurslóðum. Eyjarnar spila einnig stærðarinnar rullu í varnarmálum en Rússar hafa sérstakar áhyggjur af flotastöðvum þeirra á Kólaskaga, þar sem kjarnorkufloti þeirra er hýstur. Auk þess væri hægt að nota Svalbarða til eftirlits í Rússlandi. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Rússar hafa í áratugi verið með byggð á Svalbarða, sem þeim er heimilt samkvæmt Svalbarðasamningnum. Bærinn heitir Barentsburg og er rekinn af fyrirtækinu Arktikugol Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir. Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Noregur Vladimír Pútín Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Skipið var smíðað í Leníngrad árið 1983, nú Pétursborg, en sjósett árið 1986. Þá hét skipið Kalinin en það er af gerð beitiskipa sem kallast Project 1144.2 Orlan í Rússlandi en innan Atlantshafsbandalagsins hafa skipin verið kölluð Kirov, samkvæmt frétt WarZone. Síðustu sjóferð beitiskipsins lauk árið 1997 og var það dregið í slipp árið 1999, þar sem það var þangað til á mánudaginn. Þá var því siglt út á Hvítahaf vegna tilrauna og seinna meir stendur til að sigla Nakhimov út á Barentshaf, þar sem framkvæma á æfingar og tilraunir yfir nokkra mánuði, með norðurflotanum. Nakhimov á að leysa Pyotr Velikiy, beitiskip af sömu gerð, af hólmi. 🇷🇺🫡⚓️ At last..heavy nuclear cruiser «Admiral Nakhimov» left SevMash shipyard for sea-trials after refurbishing. The ship spent more than 25 yrs at the shipyard. 📸 Courtesy: L.Alekseeva pic.twitter.com/WWPUoRds9U— KURYER🤔 (@RSS_40) August 18, 2025 Í frétt Barents Observer segir að eftir endurbæturnar verði beitiskipið búið eldflaugum, tundurskeytum og fallbyssum og það eigi að allra öflugasta herskip Rússa. Nakhimov ku einnig vera búið ofurhljóðfráum stýriflaugum sem kallast Tsirkon. Í heildina er talið að skipið sé nú búið ekki færri en 174 túbum eða skotstæðum fyrir eldflaugar og flugskeyti af ýmsum gerðum, sem er meira en á nokkru öðru skipi eða kafbáti í heiminum, svo vitað sé. Bandarísk beitiskip af gerðinni Ticonderoga eru búinn 122 skotstæðum fyrir eldflaugar og kínverskir „ofurtundurspillar“ af gerðinni Type 55 eru búnir 112. Það er því ljóst að skotgeta Nakhimovs verður töluverð. Sagt var frá því í febrúar að kveikt hefði verið á kjarnakljúfum beitiskipsins á nýjan leik og að til stæði að fara í sjóprófanir í sumar. Það er þó í kjölfar umfangsmikilla tafa á endurbótum á skipinu. TASS fréttaveitan sagði í febrúar að endurbæturnar hefðu hafist 1999 en vinnan hefði ekki komist á fullt skrið fyrr en 2013. Upprunalega stóð til að ljúka verkinu árið 2018 en verklokum var ítrekað frestað. 🇷🇺#Russian #Navy Video of the Admiral Nakhimov, a Kirov Class nuclear-powered battlecruiser's first sea trials after repairs and upgrades. It provides a closer look at the new radar systems and the new AK-192M 130mm naval gun. Video by Lyudmila Alekseeva. pic.twitter.com/uftFfSVgsZ— Capt(N) (@Capt_Navy) August 18, 2025 Sífellt meiri spenna á norðurslóðum Spennan hefur aukist nokkuð á norðurslóðum á undanförnum árum og er líklegt að Nakhimov aðmíráll muni spila stórt hlutverk í ætlunum Rússar þar á komandi árum. Mikilvægi norðurslóða hefur aukist töluvert með hopandi hafís og opnun nýrra siglingaleiða milli Asíu og Evrópu, auk aukins áhuga á nýtingu á auðlindum á svæðinu. Undanfarna mánuði hafa Rússar sakað Norðmenn um hervæðingu Svalbarða. Economist segir ráðamenn í Noregi vera þeirrar skoðunar að innganga Svía og Finna í NATO komi niður á Rússum í Eystrasalti og því vilji þeir leggja meiri áherslu á norðurslóðir. Sjá einnig: Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Svalbarði er mitt á milli Grænlands, Noregs og Rússlands og verður sífellt mikilvægari á norðurslóðum. Eyjarnar spila einnig stærðarinnar rullu í varnarmálum en Rússar hafa sérstakar áhyggjur af flotastöðvum þeirra á Kólaskaga, þar sem kjarnorkufloti þeirra er hýstur. Auk þess væri hægt að nota Svalbarða til eftirlits í Rússlandi. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Rússar hafa í áratugi verið með byggð á Svalbarða, sem þeim er heimilt samkvæmt Svalbarðasamningnum. Bærinn heitir Barentsburg og er rekinn af fyrirtækinu Arktikugol Þá tilkynnti Vladimír Pútin, forseti Rússland, tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum, á sama tíma og hann sakaði aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um hervæðingu á svæðinu. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir.
Rússland Hernaður Norðurslóðir NATO Noregur Vladimír Pútín Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira