Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2025 13:45 Samsett mynd James Webb-geimsjónaukans af Úranusi, hringjum hans og innri tunglum. S/2025 U1 sést rétt utan við meginhringina. NASA, ESA, CSA, STScI, M. El Moutamid (SWRI), M. Hedman (Univers Áður óþekkt tungl fannst á braut um reikistjörnuna Úranus með James Webb-geimsjónaukanum, öflugasta sjónauka í heimi. Tunglið er eitt nokkurra smárra fylginhatta sem ganga um reikistjörnuna fyrir innan braut stærstu tunglanna. Áætlað er að S/2025 U1, eins og tunglið er kallað til bráðabirgða, sé aðeins um tíu kílómetrar að þvermáli, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Því kom hvorki Voyager 2, eina geimfarið sem hefur flogið fram hjá Úranusi, né sjónaukar á eða við jörðina auga á það áður. Sporbraut tunglsins er aðeins utan við ysta hring Úranusar og á milli brauta smátunglanna Ófelíu og Bíöncu. Það er eitt fjórtán smærri tungla innan við braut stóru tunglanna Míröndu, Aríel, Úmbríel, Títaníu og Óberons. Alls eru 29 tungl nú þekkt við þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins. Það er í höndum Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU) að samþykkja nafn á tunglið. Öll tungl Úranusar eru nefnd í höfuðið á persónum úr verkum ensku skáldanna Williams Shakespeare og Alexanders Pope. Úranus er þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins. Líkt og hinir gasrisarnir þrír skartar hann hringjakerfi þótt það sé ekki eins tilkomumikið og Satúrnusar. Mynd Voyager 2-geimfarsins af Úranusi frá framhjáflugi þess árið 1986. Enginn annar fulltrúi mannkynsins hefur heimsótt þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins.JPL Reikistjarnan er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún snýst á „hliðinni“ miðað við brautarflöt sinn. Líklegasta skýringin á hallanum hefur verið talin árekstur við aðra plánetu í myndun í árdaga sólkerfisins. Einnig hafa verið leiddar líkur að því að þyngdaráhrif stórs tungls sem sé síðan horfið á braut gætu hafa velt Úranusi á hliðina. Úranus Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Vísindi Tengdar fréttir Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27. mars 2025 14:15 Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Áætlað er að S/2025 U1, eins og tunglið er kallað til bráðabirgða, sé aðeins um tíu kílómetrar að þvermáli, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Því kom hvorki Voyager 2, eina geimfarið sem hefur flogið fram hjá Úranusi, né sjónaukar á eða við jörðina auga á það áður. Sporbraut tunglsins er aðeins utan við ysta hring Úranusar og á milli brauta smátunglanna Ófelíu og Bíöncu. Það er eitt fjórtán smærri tungla innan við braut stóru tunglanna Míröndu, Aríel, Úmbríel, Títaníu og Óberons. Alls eru 29 tungl nú þekkt við þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins. Það er í höndum Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU) að samþykkja nafn á tunglið. Öll tungl Úranusar eru nefnd í höfuðið á persónum úr verkum ensku skáldanna Williams Shakespeare og Alexanders Pope. Úranus er þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins. Líkt og hinir gasrisarnir þrír skartar hann hringjakerfi þótt það sé ekki eins tilkomumikið og Satúrnusar. Mynd Voyager 2-geimfarsins af Úranusi frá framhjáflugi þess árið 1986. Enginn annar fulltrúi mannkynsins hefur heimsótt þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins.JPL Reikistjarnan er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún snýst á „hliðinni“ miðað við brautarflöt sinn. Líklegasta skýringin á hallanum hefur verið talin árekstur við aðra plánetu í myndun í árdaga sólkerfisins. Einnig hafa verið leiddar líkur að því að þyngdaráhrif stórs tungls sem sé síðan horfið á braut gætu hafa velt Úranusi á hliðina.
Úranus Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Vísindi Tengdar fréttir Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27. mars 2025 14:15 Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27. mars 2025 14:15
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32