Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:14 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í byrjun maí staðið að innflutningi á samtals 1.380 millilítrum af kókaínbasa, með styrkleika um og yfir fimmtíu prósent. Einn þeirra hafi fengið hina tvo til þess að flytja efnin hingað til lands gegn greiðslu og þeir hafi gert það sem farþegar í flugi frá Alicante á Spáni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur. Játuðu og bentu á höfuðpaurinn Við þingfestingu hafi allir þrír játað brot sín greiðlega og samþykkt upptökukröfur ákæruvaldsins, sem hafi náð yfir allan kókaínbasann og þrjá farsíma. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að hvorki hafi nokkuð bent til þess að efnin hafi verið í eigu mannanna tveggja sem fluttu þau til landsins né að þeir hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Þá hafi þeir upplýst um aðild þriðja mannsins að málinu. Fleiri milljónir í sakarkostnað Sem áður segir var sá dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar en hinir tveir tíu mánaða. Þá voru þeir dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í byrjun maí staðið að innflutningi á samtals 1.380 millilítrum af kókaínbasa, með styrkleika um og yfir fimmtíu prósent. Einn þeirra hafi fengið hina tvo til þess að flytja efnin hingað til lands gegn greiðslu og þeir hafi gert það sem farþegar í flugi frá Alicante á Spáni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur. Játuðu og bentu á höfuðpaurinn Við þingfestingu hafi allir þrír játað brot sín greiðlega og samþykkt upptökukröfur ákæruvaldsins, sem hafi náð yfir allan kókaínbasann og þrjá farsíma. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að hvorki hafi nokkuð bent til þess að efnin hafi verið í eigu mannanna tveggja sem fluttu þau til landsins né að þeir hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Þá hafi þeir upplýst um aðild þriðja mannsins að málinu. Fleiri milljónir í sakarkostnað Sem áður segir var sá dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar en hinir tveir tíu mánaða. Þá voru þeir dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira