Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:13 Frá þinginu í Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira