„Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 09:40 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, ræddi við varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna í lok júlí um Epstein-málið, hlut hennar í því og tengsl Trump við Epstein. Getty/Jared Siskin Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli. Dómsmálaráðuneytið birti afritið og hljóðupptökur úr viðtalinu sem Todd Blanche, varadómsmálaráðherra, tók við Maxwell yfir tveggja daga tímabil, 24. og 25. júlí. Blanche greindi frá því á X (Twitter) í gær að efnið hefði verið birt „í þágu gagnsæis“ og birti hlekki á gögnin. Búið er að afmá hluta úr textanum, sem ráðuneytið segir vera nöfn fórnarlamba. Sjá einnig: Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Fórnarlömb Epstein og fjölskyldur þeirra mótmæltu viðtalinu af ótta við að hún myndi gera einhvers konar samkomulag við Trump og segði hvað sem væri til að vernda hann. Maxwell fékk takmarkað friðhelgi gegn því að hún talaði um sakamál sitt en ráðuneytið segist ekki hafa lofað henni neinu í skiptum fyrir vitnisburðinn, samkvæmt afritinu sem var gefið út. „Mikilvægasti hluti þessa samkomulags er að þetta er ekki samstarfssamningur, sem þýðir að með því að hitta okkur í dag, þá erum við bara að hittast,“ sagði Blanche við Maxwell. Maxwell, sem er 63 ára, átti í rómantísku sambandi með Jeffrey Epstein og vann náið með honum yfir tveggja áratuga tímabil frá tíunda áratugnum og fram á dauðadag hans. Maxwell var árið 2022 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Epstein lést í fangaklefa árið 2019 meðan hann beið réttarhalda í mansalsmáli. Opinber dánarorsök hans var sjálfsvíg en margir telja maðk hafa verið í mysunni og honum verið ráðinn bani. Forsetinn aldrei óviðeigandi og kannast ekki við kúnnalistann Maxwell sagði í viðtalinu í júlí að hún hefði aldrei séð Donald Trump Bandaríkjaforseta gera nokkuð ósæmilegt og jós hann hrósi. „Ég sá forsetann í rauninni aldrei í nokkurs konar nuddaðstæðum. Ég varð aldrei vitni að forsetanum í neinum óviðeigandi aðstæðum á nokkurn hátt. Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn,“ sagði Maxwell Hún greindi hins vegar frá sambandi Trump og Epstein sem hefði þróast yfir margra ára bil. „Ég veit ekki hvernig þeir kynntust og ég veit ekki hvernig þeir urðu vinir. Ég sá þá sannarlega saman og ég man eftir skiptunum sem ég fylgdist með þeim, þeir voru vinalegir hvor við annan. Ég meina, þeir virtust vinalegir,“ sagði hún. „Ég held þeir hafi verið vinalegir eins og fólk er á mannamótum. Ég held... ég held þeir hafi ekki verið nánir vinir eða ég sá vissulega forsetann aldrei í neinum... ég man ekki eftir að hafa séð hann í húsinu, til dæmis,“ sagði Maxwell um Trump og Epstein. Maxwell sagði jafnframt við Blanche að henni væri ekki kunnugt um meintan „kúnnalista“ Epstein. Kom „agalega vel saman“ við Bill Clinton Maxwell var einnig spurð náið út í samband Epstein við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ferðaðist mörgum sinnum með flugvél Epstein og hefur, líkt og Trump, neitað því að hafa gert nokkuð af sér eða að hafa vitað af glæpsamlegri hegðun. „Clinton forseta líkaði vel við mig og okkur kom agalega vel saman. En ég sá aldrei þá hlýju eða þá... þá hlýju, eða hvernig sem þú vilt lýsa því, gagnvart herra Epstein,“ sagði Maxwell um samskipti Clinton við Epstein. Sjá einnig: Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Maxwell sagðist einnig ekki muna eftir því að Trump hefði verið í fimmtíu ára afmælisbók Epstein, sem hún setti saman. Dagblaðið The Wall Street Journal greindi frá því í júlí að eitt bréfanna í bókinni hefði verið merkt Trump en forsetinn hefur neitað því og höfðaði málsókn á hendur blaðinu þar sem hann sakaði það um ærumeiðingar. „Það var ekkert frá Trump forseta,“ ítrekaði Maxwell um afmælisbókina. Eftir viðtalið við dómsmálaráðuneytið var Maxwell flutt úr alríkisfangelsi í Flórída í lágmarksöryggisfangelsi í Texas. Hvorki lögmaður hennar né fangelsismálastofnun Bandaríkjanna gátu útskýrt ástæðuna fyrir flutningnum sem hefur leitt til mikillar gagnrýni. Dave Aronberg, fyrrverandi ríkislögmaður í Palm Beach-sýslu, sagði við CNN að með birtingu afritsins væri Trump „að fá það sem hann vill“ úr viðtalinu. Þar komi fram að hann hafi ekkert gert rangt og þannig sé hægt að lægja pólitíska storminn sem hefur skapast í kringum Epstein-skjölin upp á síðkastið. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið birti afritið og hljóðupptökur úr viðtalinu sem Todd Blanche, varadómsmálaráðherra, tók við Maxwell yfir tveggja daga tímabil, 24. og 25. júlí. Blanche greindi frá því á X (Twitter) í gær að efnið hefði verið birt „í þágu gagnsæis“ og birti hlekki á gögnin. Búið er að afmá hluta úr textanum, sem ráðuneytið segir vera nöfn fórnarlamba. Sjá einnig: Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Fórnarlömb Epstein og fjölskyldur þeirra mótmæltu viðtalinu af ótta við að hún myndi gera einhvers konar samkomulag við Trump og segði hvað sem væri til að vernda hann. Maxwell fékk takmarkað friðhelgi gegn því að hún talaði um sakamál sitt en ráðuneytið segist ekki hafa lofað henni neinu í skiptum fyrir vitnisburðinn, samkvæmt afritinu sem var gefið út. „Mikilvægasti hluti þessa samkomulags er að þetta er ekki samstarfssamningur, sem þýðir að með því að hitta okkur í dag, þá erum við bara að hittast,“ sagði Blanche við Maxwell. Maxwell, sem er 63 ára, átti í rómantísku sambandi með Jeffrey Epstein og vann náið með honum yfir tveggja áratuga tímabil frá tíunda áratugnum og fram á dauðadag hans. Maxwell var árið 2022 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Epstein lést í fangaklefa árið 2019 meðan hann beið réttarhalda í mansalsmáli. Opinber dánarorsök hans var sjálfsvíg en margir telja maðk hafa verið í mysunni og honum verið ráðinn bani. Forsetinn aldrei óviðeigandi og kannast ekki við kúnnalistann Maxwell sagði í viðtalinu í júlí að hún hefði aldrei séð Donald Trump Bandaríkjaforseta gera nokkuð ósæmilegt og jós hann hrósi. „Ég sá forsetann í rauninni aldrei í nokkurs konar nuddaðstæðum. Ég varð aldrei vitni að forsetanum í neinum óviðeigandi aðstæðum á nokkurn hátt. Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn,“ sagði Maxwell Hún greindi hins vegar frá sambandi Trump og Epstein sem hefði þróast yfir margra ára bil. „Ég veit ekki hvernig þeir kynntust og ég veit ekki hvernig þeir urðu vinir. Ég sá þá sannarlega saman og ég man eftir skiptunum sem ég fylgdist með þeim, þeir voru vinalegir hvor við annan. Ég meina, þeir virtust vinalegir,“ sagði hún. „Ég held þeir hafi verið vinalegir eins og fólk er á mannamótum. Ég held... ég held þeir hafi ekki verið nánir vinir eða ég sá vissulega forsetann aldrei í neinum... ég man ekki eftir að hafa séð hann í húsinu, til dæmis,“ sagði Maxwell um Trump og Epstein. Maxwell sagði jafnframt við Blanche að henni væri ekki kunnugt um meintan „kúnnalista“ Epstein. Kom „agalega vel saman“ við Bill Clinton Maxwell var einnig spurð náið út í samband Epstein við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ferðaðist mörgum sinnum með flugvél Epstein og hefur, líkt og Trump, neitað því að hafa gert nokkuð af sér eða að hafa vitað af glæpsamlegri hegðun. „Clinton forseta líkaði vel við mig og okkur kom agalega vel saman. En ég sá aldrei þá hlýju eða þá... þá hlýju, eða hvernig sem þú vilt lýsa því, gagnvart herra Epstein,“ sagði Maxwell um samskipti Clinton við Epstein. Sjá einnig: Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Maxwell sagðist einnig ekki muna eftir því að Trump hefði verið í fimmtíu ára afmælisbók Epstein, sem hún setti saman. Dagblaðið The Wall Street Journal greindi frá því í júlí að eitt bréfanna í bókinni hefði verið merkt Trump en forsetinn hefur neitað því og höfðaði málsókn á hendur blaðinu þar sem hann sakaði það um ærumeiðingar. „Það var ekkert frá Trump forseta,“ ítrekaði Maxwell um afmælisbókina. Eftir viðtalið við dómsmálaráðuneytið var Maxwell flutt úr alríkisfangelsi í Flórída í lágmarksöryggisfangelsi í Texas. Hvorki lögmaður hennar né fangelsismálastofnun Bandaríkjanna gátu útskýrt ástæðuna fyrir flutningnum sem hefur leitt til mikillar gagnrýni. Dave Aronberg, fyrrverandi ríkislögmaður í Palm Beach-sýslu, sagði við CNN að með birtingu afritsins væri Trump „að fá það sem hann vill“ úr viðtalinu. Þar komi fram að hann hafi ekkert gert rangt og þannig sé hægt að lægja pólitíska storminn sem hefur skapast í kringum Epstein-skjölin upp á síðkastið.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira