Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar 24. ágúst 2025 10:33 Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar