Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. ágúst 2025 00:09 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart börnum í Úkraínu og fyrrverandi utanríkisráðherra. Sýn Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta verið mjög bjartsýn á að sanngjarn og raunverulegur friður náist í Úkraínu, vegna ytri aðstæðna eins og pólitísks vilja hjá Bandaríkjastjórn og Evrópulöndum. „Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Mig langar að vera bjartsýn, og ég get sagt að ég er algjörlega sannfærð og ég veit að það er hægt að horfa upp á endlok þessa þannig að það sé sanngjarn og raunverulegur friður. En ég hins vegar væri ekki að segja alveg satt ef ég segðist vera mjög bjartsýn,“ sagði Þórdís í kvöldfréttum Sýnar. „Það skortir ekki hugrekki, kjarkinn og baráttuviljann hjá úkraínsku þjóðinni, en þau geta ekki gert þetta ein og þau hafa verið stutt en ekki nóg.“ „Það fer eftir því hversu mikið við sem stöndum með þeim og viljum standa vörð um þessi grundvallargildi, og frelsi lýðræði mannréttindi, erum tilbúin að gera, hvernig þetta á endanum fer, eða hvernig þetta endar,“ segir Þórdís. Í kvöldfréttum Sýnar kom einnig fram að heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hafi numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi innrásarinnar. Þórdís segist stolt af því sem Ísland hefur gert og þakklát fyrir þann þverpólitíska stuðning sem fékkst í þinginu á sínum tíma. „Það var ekki sjálfgefið, það kallaði á vinnu og pólitíska samstöðu um það. Það var alveg miserfitt fyrir ólíka flokka og þingmenn og svo framvegis.“ Við höfum hins vegar ekki gert nóg. Ef við berum saman það sem Ísland hefur gert frá upphafi og berum það saman við öll Norðurlöndin, erum við skammarlega langt á eftir.“ „Við höfum reynt að fókusera okkar stuðning þar sem við getum raunverulega orðið að liði, oft eru það minni verkefni sem þarf að afgreiða hratt og bregðast við hratt.Þar erum við að nýta styrkleika okkar í krafti okkar smæðar og við getum tekið ákvarðanir hratt.“ Þórdís segir það séum við ekki tilbúin að berjast fyrir frelsinu, þá getum við ekki á endanum gert miklar kröfur um að halda því eða njóta þess. „Það er ekki verið að biðja okkur um að gera mikið. Það er verið að biðja um það að við sýnum í verki hvar við raunverulega stöndum, og það er hægt að gera það með alls konar hætti, með mannúðarstuðning, annars konar fjárhagslegum stuðningi, varnartengdum stuðningi, pólitískum stuðningi.“ Á endanum sé það ódýrara að í raun borga tryggingar sínar en að sitja uppi með allsherjartjón. „En við verðum að skilja raunverulega hvað er undir, fyrir hverju eru þau að berjast. Það er bara einfaldlega rétt að styðja við bakið á Úkraínu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent