Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 26. ágúst 2025 08:01 Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjólastíga auk smærri verkefna. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi skipulags og uppbyggingar Keldnalands síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun fyrir svæðið og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögu keppninnar. Nú eru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati, drögum að þróunaráætlun Keldnalands og öðrum ítarlegum gögnum. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Keldur, Hæðin og Korpa - þrjú ný skólahverfi og atvinnukjarnar Meðal markmiða sem lögð eru til grundvallar við mótun skipulagsins eru að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi með allt að 5.800 íbúðum, þremur grunnskólum og öflugum atvinnukjörnum sem rúma allt að 7.500 störf. Við mótun skipulags á svæðinu verði lögð sérstök áhersla á tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru, að ríkt tillit verði tekið til þeirrar náttúru og opnu svæða sem hafa verndar- og útivistargildi. Í fyrirliggjandi tillögudrögum er því dregið úr umfangi áformaðar byggðar frá gildandi aðalskipulagi og græn, opin svæði stækkuð verulega. Þá á að fella út eldri heimildir um 5-8 hæða byggð syðst í landi Keldna og á öllu Keldnaholti. Byggð samkvæmt drögum að tillögu er almennt 3-5 hæðir, fer hæst upp í sex hæðir við miðju hverfa en er 2-3 hæðir við jaðra byggðarinnar. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging þriggja nýrra skólahverfa mun standa lengi og gera má ráð fyrir að meira en áratugur sé í að Keldnaland með yfir 12 þúsund íbúum, samkvæmt þessum drögum, verði fullbyggt. Til samanburðar við önnur hverfi í Reykjavík eru nú um 11 þúsund íbúar í Hlíðum, 12 þúsund í Árbæjarhverfi og um níu þúsund í Grafarholti-Úlfarsárdal. Samkeppnishæfar og vistvænar samgöngur í lykilhlutverki Í gegnum tíðina hafa vistvænar samgöngur oft verið í aukahlutverki við skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Í drögum að tillögu að þróun Keldnalands er skipulag og hönnun byggðar frá upphafi hugsað með gott aðgengi að almenningssamgöngum, góðum innviðum fyrir gangandi og hjólandi og aðlaðandi og öruggu gatnakerfi í huga. Borgarlína mun liggja um Keldnaland endilangt með þremur stöðvum innan stuttrar göngufjarlægðar í kjarna hvers hverfis. Keldnaland verður vel tengt í allar áttir. Áætlaður ferðatími með Borgarlínu eða á hjóli milli Keldnalands og gömlu miðborgarinnar er um 25 mínútur óháð því hvort ferðast er á annatíma eða utan þeirra. Vistvænar samgöngur verða því samkeppnishæfur valkostur í daglegum samgöngum fyrir þau fjölmörgu sem munu búa eða starfa á svæðinu eða heimsækja það. Samgönguhús og bílastæði Í drögum að tillögu er lagt upp með að meirihluti bílastæða verði í allt að átta samgönguhúsum, nútímalegum bílastæðahúsum sem nýtast íbúum, gestum þeirra og þeim sem starfa á Keldnalandi. Á jarðhæðum þeirra og i samspili við samgönguhúsin er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og veitingastöðum auk þrifalegrar atvinnustarfsemi. Samgönguhús, sem hafa reynst vel í nýjum hverfum á Norðurlöndunum, verði vel staðsett og aðgengileg og meirihluti byggðarinnar þannig í innan við 3-5 mínútna göngufjarlægð frá næsta samgönguhúsi. Þó áhersla sé á samnýtanleg samgönguhús í tillögudrögum er einnig gert ráð fyrir að hluti bílastæða verði innan lóða og við götukanta. Við skipulag og hönnun gatnakerfis er áhersla lögð á öryggi fólks og gott borgarumhverfi með rólegri umferð. Aðgengi bíla að öllum byggingum á svæðinu verður tryggt og stæði fyrir bifreiðar fólks með skerta hreyfigetu verða við allar byggingar, auk stæða fyrir losun á vörum og farþegum. Kynningar- og umsagnarferli til 10. september Það er fátítt að drög að skipulagi og hönnun hverfa af þeirri stærðargráðu, sem eiga að rúma íbúafjölda á við Hlíðar eða Árbæjarhverfi auk atvinnukjarna, séu í kynningar- og umsagnarferli. Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að þróunaráætlun og ítarefni hafa verið aðgengileg í skipulagsgátt síðan í byrjun júlí. Nú hafa einnig verið birt kynningarmyndbönd á vefsíðum Betri samgangna og Reykjavíkurborgar til að auðvelda almenningi að kynna sér málið. Opið er fyrir athugasemdir til 10. september á skipulagsgatt.is Í dag og á morgun, miðvikudag, milli klukkan 15 og 18:30 verða opin hús fyrir þau sem vilja kynna sér málið nánar á bókasafni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum (Keldnavegi 3). Jafnframt verður boðið upp á skipulagðar göngur með leiðsögn um græn svæði í jaðri fyrirhugaðar byggðar kl. 17:30 báða dagana. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjólastíga auk smærri verkefna. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi skipulags og uppbyggingar Keldnalands síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun fyrir svæðið og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögu keppninnar. Nú eru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati, drögum að þróunaráætlun Keldnalands og öðrum ítarlegum gögnum. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Keldur, Hæðin og Korpa - þrjú ný skólahverfi og atvinnukjarnar Meðal markmiða sem lögð eru til grundvallar við mótun skipulagsins eru að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi með allt að 5.800 íbúðum, þremur grunnskólum og öflugum atvinnukjörnum sem rúma allt að 7.500 störf. Við mótun skipulags á svæðinu verði lögð sérstök áhersla á tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru, að ríkt tillit verði tekið til þeirrar náttúru og opnu svæða sem hafa verndar- og útivistargildi. Í fyrirliggjandi tillögudrögum er því dregið úr umfangi áformaðar byggðar frá gildandi aðalskipulagi og græn, opin svæði stækkuð verulega. Þá á að fella út eldri heimildir um 5-8 hæða byggð syðst í landi Keldna og á öllu Keldnaholti. Byggð samkvæmt drögum að tillögu er almennt 3-5 hæðir, fer hæst upp í sex hæðir við miðju hverfa en er 2-3 hæðir við jaðra byggðarinnar. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging þriggja nýrra skólahverfa mun standa lengi og gera má ráð fyrir að meira en áratugur sé í að Keldnaland með yfir 12 þúsund íbúum, samkvæmt þessum drögum, verði fullbyggt. Til samanburðar við önnur hverfi í Reykjavík eru nú um 11 þúsund íbúar í Hlíðum, 12 þúsund í Árbæjarhverfi og um níu þúsund í Grafarholti-Úlfarsárdal. Samkeppnishæfar og vistvænar samgöngur í lykilhlutverki Í gegnum tíðina hafa vistvænar samgöngur oft verið í aukahlutverki við skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Í drögum að tillögu að þróun Keldnalands er skipulag og hönnun byggðar frá upphafi hugsað með gott aðgengi að almenningssamgöngum, góðum innviðum fyrir gangandi og hjólandi og aðlaðandi og öruggu gatnakerfi í huga. Borgarlína mun liggja um Keldnaland endilangt með þremur stöðvum innan stuttrar göngufjarlægðar í kjarna hvers hverfis. Keldnaland verður vel tengt í allar áttir. Áætlaður ferðatími með Borgarlínu eða á hjóli milli Keldnalands og gömlu miðborgarinnar er um 25 mínútur óháð því hvort ferðast er á annatíma eða utan þeirra. Vistvænar samgöngur verða því samkeppnishæfur valkostur í daglegum samgöngum fyrir þau fjölmörgu sem munu búa eða starfa á svæðinu eða heimsækja það. Samgönguhús og bílastæði Í drögum að tillögu er lagt upp með að meirihluti bílastæða verði í allt að átta samgönguhúsum, nútímalegum bílastæðahúsum sem nýtast íbúum, gestum þeirra og þeim sem starfa á Keldnalandi. Á jarðhæðum þeirra og i samspili við samgönguhúsin er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og veitingastöðum auk þrifalegrar atvinnustarfsemi. Samgönguhús, sem hafa reynst vel í nýjum hverfum á Norðurlöndunum, verði vel staðsett og aðgengileg og meirihluti byggðarinnar þannig í innan við 3-5 mínútna göngufjarlægð frá næsta samgönguhúsi. Þó áhersla sé á samnýtanleg samgönguhús í tillögudrögum er einnig gert ráð fyrir að hluti bílastæða verði innan lóða og við götukanta. Við skipulag og hönnun gatnakerfis er áhersla lögð á öryggi fólks og gott borgarumhverfi með rólegri umferð. Aðgengi bíla að öllum byggingum á svæðinu verður tryggt og stæði fyrir bifreiðar fólks með skerta hreyfigetu verða við allar byggingar, auk stæða fyrir losun á vörum og farþegum. Kynningar- og umsagnarferli til 10. september Það er fátítt að drög að skipulagi og hönnun hverfa af þeirri stærðargráðu, sem eiga að rúma íbúafjölda á við Hlíðar eða Árbæjarhverfi auk atvinnukjarna, séu í kynningar- og umsagnarferli. Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að þróunaráætlun og ítarefni hafa verið aðgengileg í skipulagsgátt síðan í byrjun júlí. Nú hafa einnig verið birt kynningarmyndbönd á vefsíðum Betri samgangna og Reykjavíkurborgar til að auðvelda almenningi að kynna sér málið. Opið er fyrir athugasemdir til 10. september á skipulagsgatt.is Í dag og á morgun, miðvikudag, milli klukkan 15 og 18:30 verða opin hús fyrir þau sem vilja kynna sér málið nánar á bókasafni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum (Keldnavegi 3). Jafnframt verður boðið upp á skipulagðar göngur með leiðsögn um græn svæði í jaðri fyrirhugaðar byggðar kl. 17:30 báða dagana. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun