Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 16:00 Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Tryggingar Félagsmál Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun