City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 15:00 Brajan Gruda fagnar sigurmarki sínu fyrir Brighton & Hove Albion í dag. Getty/Mike Hewitt Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City fóru tómhentir heim af suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir tap á móti Brighton. West Ham vann sinn fyrsta leik eftir markaveislu í lokin. Brighton & Hove Albion vann 2-1 endurkomusigur á Manchester City og City liðið hefur því tapað tveimur leikjum í röð. Þetta var fyrsti sigur Brighton á tímabilinu en liðið fékk bara eitt stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum. City byrjaði á sannfærandi sigri en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð, fyrst á móti Tottenham og svo í dag. Brajan Gruda skoraði sigurmarkið á 89. mínútu með frábærri og yfirvegaðri afgreiðslu eftir að Kaoru Mitoma spilaði hann í gegn. Erling Haaland kom Manchester City í 1-0 á 34. mínútu með skoti af stuttu æri eftir sendingu frá Omar Marmoush. City var með góð tök á leiknum fyrsta klukkutímann en gáfu svo eftir. Þannig var staðan en reynsluboltinn James Milner jafnaði úr víti á 67. mínútu. Brighton voru síðan betri og sóttu sigurinn. Afgreiðsla Gruda var fyrsta flokks og heimamönnum fögnuðu vel frábærum sigri. Varamenn skoruðu bæði mörkin. Annað tímabilið í röð vinnur Brighton lið Manchester City á heimavelli sínum. Staðan var markalaus í leik Nottingham Forest og West Ham United eftir 83 mínútur en West Ham menn skoruðu þrisvar sinnum á lokamínútum leiksins á City Ground í Nottingham. Jarrod Bowen skoraði fyrst á 84. mínútu, svo Lucas Paquetá úr vítaspyrnu á 88. mínútu og loks Callum Wilson með skalla í uppbótatíma. West Ham hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum með markatölunni 1-8. Enski boltinn
Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City fóru tómhentir heim af suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir tap á móti Brighton. West Ham vann sinn fyrsta leik eftir markaveislu í lokin. Brighton & Hove Albion vann 2-1 endurkomusigur á Manchester City og City liðið hefur því tapað tveimur leikjum í röð. Þetta var fyrsti sigur Brighton á tímabilinu en liðið fékk bara eitt stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum. City byrjaði á sannfærandi sigri en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð, fyrst á móti Tottenham og svo í dag. Brajan Gruda skoraði sigurmarkið á 89. mínútu með frábærri og yfirvegaðri afgreiðslu eftir að Kaoru Mitoma spilaði hann í gegn. Erling Haaland kom Manchester City í 1-0 á 34. mínútu með skoti af stuttu æri eftir sendingu frá Omar Marmoush. City var með góð tök á leiknum fyrsta klukkutímann en gáfu svo eftir. Þannig var staðan en reynsluboltinn James Milner jafnaði úr víti á 67. mínútu. Brighton voru síðan betri og sóttu sigurinn. Afgreiðsla Gruda var fyrsta flokks og heimamönnum fögnuðu vel frábærum sigri. Varamenn skoruðu bæði mörkin. Annað tímabilið í röð vinnur Brighton lið Manchester City á heimavelli sínum. Staðan var markalaus í leik Nottingham Forest og West Ham United eftir 83 mínútur en West Ham menn skoruðu þrisvar sinnum á lokamínútum leiksins á City Ground í Nottingham. Jarrod Bowen skoraði fyrst á 84. mínútu, svo Lucas Paquetá úr vítaspyrnu á 88. mínútu og loks Callum Wilson með skalla í uppbótatíma. West Ham hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum með markatölunni 1-8.