Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Siggeir Ævarsson og Árni Jóhannsson skrifa 31. ágúst 2025 16:31 vísir/Hulda Margrét Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. Ísland komst yfir með fyrsta þriggja stiga skotinu sínu 2-3 en svo tók við erfiður kafli þar sem heimamenn komust í níu stiga forskot 12-3. Þá var tekið leikhlé og Ísland fann taktinn sinn og komust mjög nálægt heimamönnum. Þeim tókst hins vegar ekki að klífa hólinn, taka forskotið eða í það minnsta að jafna. Staðan var 18-16 eftir fyrsta leikhlutann. Aftur byrjuðu Pólverjar betur en náðu ekki að slíta sig frá Íslandi. Strákarnir okkar komu aftur til baka en áttu virkilega slæman kafla í lok fyrri hálfleiks þannig að munurinn var níu stig í loka fyrri hálfleiksins en skömmu áður hafði munurinn verið fimm stig. Þriggja stiga nýting liðsins var léleg og tapaðir boltar of margir til að þetta myndi ganga betur. Staðan var 41-32 og var Tryggvi Hlinarson kominn með 13 stig en aðrir voru ekki að ná að skora stig. Tryggvi Hlinason að troða tveimur stigum í körfuna.Vísir / Hulda Margrét Pólska liðið komvel stemmt út í seinni hálfleikinn og Ísland missti höfuðið örlítið og voru ekki að ná einbeitingu í varnarleik sínum og allt í einu var munurinn orðinn 16 stig fyrir Pólland, 52-36. Pólverjar náðu að halda muninun í 14-16 stigum en Ísland lagði ekki árar í bát og fékk frábært framlag frá Kára Jónss. sem kom inn á með kraft og körfur. Muninum var komið niður í átta stig undir lok þriðja leikhlutans en Jordan Loyd fékk dæmda ódýra villu og setti hann tvö víti niður og staðan 61-51 fyrir lokaleikhlutann. Ísland átti fyrstu átta og hálfa mínútuna af fjórða leikhlutanum. Dómarar leiksins hinsvegar gerðu sitt besta til að taka taktinn úr leiknum. Fyrst þurfti að horfa á skjáinn til að sjá hvort að Pólland átti boltann en það var ekki hægt að sjá það að Pólland hafi átt boltann sannarlega. Ísland lét það ekki slá sig út af laginu og hertu skrúfurnar í varnarleiknum og lokað var á Jordan Loyd til dæmis. Jón Axel í eitt af mörgum skiptum að furða sig á dómurunum.Vísir / Hulda Margrét Munurinn var nagaður niður og þegar um fjórar mínútur voru liðnar af fjórða leikhlutanum þá var munurinn fimm stig. Þá mætti Elvar Már til leiks. Hann setti fimm stig í röð og þaggaði niður í höllinni. Skipst var á körfum en allt í einu komst Íslandi yfir í 70-71 þegar þrjár mínútur voru eftir. Ísland komst þremur stigum yfir en heimamenn jöfnuðu með þriggja stiga skoti og þá hófst bíóið. Elvar var lengi í gang en hann gengur ekki heill til skógar.Vísir / Hulda Margrét Tryggvi Hlinarson fékk dæmda á sig sóknarvillu en það var mjög tæpur dómur. Pólland komst yfir og svo var dæmd óíþróttamannsleg villa á Elvar Má eftir að leikmaður Póllands krækti sér í hendurnar á Elvari. Ekkert var dæmt á gólfinu en svo hófst nokkurra mínútna reikistefna dómaranna og sjónvarpsgláp til að finna þessa óíþróttamannslegu villu. Eitt víti fór niður og Pólland fékk boltann aftur. Þá var dæmd draugavilla á Ægi sem gaf af sér þrjú vítaskot og svo tæknivilla vegna viðbragða hans. Þrjú víti niður frá Jordan Loyd og staðan orðin 79-73 og minna en mínúta eftir. Jordan Loyd fékk aftur ódýra villu og klárað leikinn af vítalínunni. Leikurinn endaði 84-75 og það er óbragð í munninum eftir þennan leik. Atvik leiksins Það er farsinn sem fór í gang þegar um 90 sekúndur eru eftir af leiknum. Ísland hafði komið sér í holu, grafið sig upp úr henni en tækifærið til að vinna leikinn var hrifsað af þeim eins og farið hefur verið yfir í uppgjörinu. Stjörnur og skúrkar Tryggvi Hlinason var stigahæstur og gjörsamlega frábær í leiknum í kvöld. Hann skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og varði þrjú skot. Hann skilaði 32 framlagsstigum og varla veikan blett að finna á hans leik. Kári Jónsson kom með kraft inn af bekknum og hóf endurkomuna. Ægir Steinarsson var svo geggjaður í vörn sinni á Jordan Loyd sem skoraði ansi mikið af vítalínunni en var í bölvuðu brasi með að finna skotin sín utan á velli. Kári kom inn af krafti í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Jordan Loyd var stigahæstur Pólverja með 26 stig en 13 þeirra komu af vítalínunni. Dómararnir Það eru skúrkarnir. Þeir stálu tækifæri Íslands á að vinna leikinn með allskonar dómum sem voru hver öðrum verri. Vond frammistaða í lok leiksins sem á eftir að sitja í manni. Umjgörð og stemmning Það var rosaleg stemmning í höllinni en Ísland þaggaði niður í heimamönnum oft og tíðum. Það heyrðist vel í okkar fólki sem hefur staðið sig með sóma. Ragnar Nathanealson að leiða bláa hafið.Vísir / Hulda Margrét EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta
Það er vel hægt að færa rök fyrir því að tækifæri Íslands á að vinna sinn fyrsta sigur á stórmóti í körfubolta hafi verið hrifsað af liðinu í lok leiksins gegn Póllandi. Pólverjar lokuðu sigrinum 84-75 en það er vel skiljanlegt að það sé óbragð í munni leikmanna og þjálfara liðsins. Ísland komst yfir með fyrsta þriggja stiga skotinu sínu 2-3 en svo tók við erfiður kafli þar sem heimamenn komust í níu stiga forskot 12-3. Þá var tekið leikhlé og Ísland fann taktinn sinn og komust mjög nálægt heimamönnum. Þeim tókst hins vegar ekki að klífa hólinn, taka forskotið eða í það minnsta að jafna. Staðan var 18-16 eftir fyrsta leikhlutann. Aftur byrjuðu Pólverjar betur en náðu ekki að slíta sig frá Íslandi. Strákarnir okkar komu aftur til baka en áttu virkilega slæman kafla í lok fyrri hálfleiks þannig að munurinn var níu stig í loka fyrri hálfleiksins en skömmu áður hafði munurinn verið fimm stig. Þriggja stiga nýting liðsins var léleg og tapaðir boltar of margir til að þetta myndi ganga betur. Staðan var 41-32 og var Tryggvi Hlinarson kominn með 13 stig en aðrir voru ekki að ná að skora stig. Tryggvi Hlinason að troða tveimur stigum í körfuna.Vísir / Hulda Margrét Pólska liðið komvel stemmt út í seinni hálfleikinn og Ísland missti höfuðið örlítið og voru ekki að ná einbeitingu í varnarleik sínum og allt í einu var munurinn orðinn 16 stig fyrir Pólland, 52-36. Pólverjar náðu að halda muninun í 14-16 stigum en Ísland lagði ekki árar í bát og fékk frábært framlag frá Kára Jónss. sem kom inn á með kraft og körfur. Muninum var komið niður í átta stig undir lok þriðja leikhlutans en Jordan Loyd fékk dæmda ódýra villu og setti hann tvö víti niður og staðan 61-51 fyrir lokaleikhlutann. Ísland átti fyrstu átta og hálfa mínútuna af fjórða leikhlutanum. Dómarar leiksins hinsvegar gerðu sitt besta til að taka taktinn úr leiknum. Fyrst þurfti að horfa á skjáinn til að sjá hvort að Pólland átti boltann en það var ekki hægt að sjá það að Pólland hafi átt boltann sannarlega. Ísland lét það ekki slá sig út af laginu og hertu skrúfurnar í varnarleiknum og lokað var á Jordan Loyd til dæmis. Jón Axel í eitt af mörgum skiptum að furða sig á dómurunum.Vísir / Hulda Margrét Munurinn var nagaður niður og þegar um fjórar mínútur voru liðnar af fjórða leikhlutanum þá var munurinn fimm stig. Þá mætti Elvar Már til leiks. Hann setti fimm stig í röð og þaggaði niður í höllinni. Skipst var á körfum en allt í einu komst Íslandi yfir í 70-71 þegar þrjár mínútur voru eftir. Ísland komst þremur stigum yfir en heimamenn jöfnuðu með þriggja stiga skoti og þá hófst bíóið. Elvar var lengi í gang en hann gengur ekki heill til skógar.Vísir / Hulda Margrét Tryggvi Hlinarson fékk dæmda á sig sóknarvillu en það var mjög tæpur dómur. Pólland komst yfir og svo var dæmd óíþróttamannsleg villa á Elvar Má eftir að leikmaður Póllands krækti sér í hendurnar á Elvari. Ekkert var dæmt á gólfinu en svo hófst nokkurra mínútna reikistefna dómaranna og sjónvarpsgláp til að finna þessa óíþróttamannslegu villu. Eitt víti fór niður og Pólland fékk boltann aftur. Þá var dæmd draugavilla á Ægi sem gaf af sér þrjú vítaskot og svo tæknivilla vegna viðbragða hans. Þrjú víti niður frá Jordan Loyd og staðan orðin 79-73 og minna en mínúta eftir. Jordan Loyd fékk aftur ódýra villu og klárað leikinn af vítalínunni. Leikurinn endaði 84-75 og það er óbragð í munninum eftir þennan leik. Atvik leiksins Það er farsinn sem fór í gang þegar um 90 sekúndur eru eftir af leiknum. Ísland hafði komið sér í holu, grafið sig upp úr henni en tækifærið til að vinna leikinn var hrifsað af þeim eins og farið hefur verið yfir í uppgjörinu. Stjörnur og skúrkar Tryggvi Hlinason var stigahæstur og gjörsamlega frábær í leiknum í kvöld. Hann skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og varði þrjú skot. Hann skilaði 32 framlagsstigum og varla veikan blett að finna á hans leik. Kári Jónsson kom með kraft inn af bekknum og hóf endurkomuna. Ægir Steinarsson var svo geggjaður í vörn sinni á Jordan Loyd sem skoraði ansi mikið af vítalínunni en var í bölvuðu brasi með að finna skotin sín utan á velli. Kári kom inn af krafti í kvöld.Vísir / Hulda Margrét Jordan Loyd var stigahæstur Pólverja með 26 stig en 13 þeirra komu af vítalínunni. Dómararnir Það eru skúrkarnir. Þeir stálu tækifæri Íslands á að vinna leikinn með allskonar dómum sem voru hver öðrum verri. Vond frammistaða í lok leiksins sem á eftir að sitja í manni. Umjgörð og stemmning Það var rosaleg stemmning í höllinni en Ísland þaggaði niður í heimamönnum oft og tíðum. Það heyrðist vel í okkar fólki sem hefur staðið sig með sóma. Ragnar Nathanealson að leiða bláa hafið.Vísir / Hulda Margrét
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn