
EM 2025 í körfubolta

Sabonis ekki með Litháen á EM
NBA stjarnan Domantas Sabonis, leikmaður Sacramento Kings, mun væntanlega ekki leika með Litháen á Evrópumóti karla í körfubolta síðsumars en Sabonis hefur verið að glíma við þrálát meiðsli í vetur.

Miðasalan á EM er hafin
Miðasala á leiki Íslands á Evrópumóti karla í körfubolta, sem fram fara í Katowice í Póllandi í lok ágúst og byrjun september, hófst klukkan 11 í dag.

Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta var í pottinum þegar dregið var í riðla fyrir EM í gær. Riðillinn er snúinn að mati stjörnuleikmannsins Martins Hermannssonar einn af lykilmönnum íslenska liðsins, fékk það lið sem hann vildi helst forðast.

Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum
Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst.

Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands
Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag.

Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga
Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars.

NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“
NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ.

Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða
Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu.

Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi
Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic.

„Ég elska að vera á Íslandi“
Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins.

Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn
Ægir Þór Steinarsson fór vandlega yfir það með GAZ-bræðrum hvernig fagnaðarlæti íslenska landsliðsins í körfubolta voru á sunnudagskvöld, og aðfaranótt mánudags, eftir að liðið tryggði sér sæti á EuroBasket.

Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn.

Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja
Kanadamaðurinn geðþekki Craig Pedersen hefur nú komið íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á þrjú Evrópumót og var einu skoti frá því að koma því á heimsmeistaramót. Samt er tilfinningin að hann ætti að vera í meiri metum hjá íslensku þjóðinni en hann er.

Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“
Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum.

Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Einhverrar óánægju gætir vegna þess hvernig staðið hefur verið að úthlutun miða á mikilvæga landsleiki í körfubolta, líkt og í gærkvöld þegar Ísland mætti Tyrklandi í leik upp á sæti á EuroBasket. Framkvæmdastjóri KKÍ bendir á að nauðsynlegt sé fyrir sambandið að selja sem flesta miða.

Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót
Þrír leikmenn í íslenska landsliðinu í körfubolta gætu verið á leiðinni á sitt þriðja stórmót í ágúst þegar Ísland mætir til leiks á EuroBasket, eða EM, eftir að hafa tryggt sig inn á mótið með sigri gegn Tyrkjum í gærkvöld. Ljóst er að hið minnsta sex Íslendingar fara á sitt fyrsta stórmót.

Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur
Jafnaldrarnir og vinirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson áttu stóran þátt í að Ísland tryggði sér sæti á EM í körfubolta með sigri á Tyrklandi í Laugardalshöll í gær. Eftir leikinn birti umboðsmaður þeirra félaga skemmtilega gamla mynd af þeim sem sýnir hversu lengi þeir hafa fylgst að.

Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar
NBA stórstjarnan Luka Dončić og félagar í slóvenska körfuboltalandsliðinu munu líklega spila æfingaleik gegn Íslandi í sumar, ef liðin dragast ekki saman í riðil á Evrópumótinu.

„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“
„Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar.

Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM
Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótið í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Strákarnir okkar þurftu sigur í kvöld til að tryggja sætið og kláruðu verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. Ísland byrjaði leikinn stórkostlega og sigurinn varð aldrei tvísýnn.

Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson komst á fimmtudagskvöldið í hóp þeirra elstu sem hafa skorað 25 stig eða meira í leik með íslenska karlalandsliðinu í körfubolta.

Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar mikilvægan leik í Laugardalshöllinni annað kvöld og það er ljóst að strákarnir fá góðan stuðning.

Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll
Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur.

Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta gat tryggt sig inn á lokakeppni EM, EuroBasket, í þriðja sinn í kvöld. Ísland átti hinsvegar ekki erindi sem erfiði þegar upp var staðið. Eftir frábæra byrjun hrundi leikurinn og munurinn sem Ungverjar náðu að byggja upp og mikill og tap, 87-78, staðreynd og EM sætið í hættu.

Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki
Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn nítugasta landsleik fyrir Ísland og sama kvöld getur hann hjálpað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn.

Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“
Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM.

Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir með ás upp í erminni í Ungverjalandi í kvöld því Martin Hermannsson er mættur til að hjálpa strákunum að taka síðasta skrefið inn á Eurobasket.

Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM
20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust.

Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik á móti Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins annað kvöld. Leik sem gæti skilað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn.

Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið saman til að undirbúa sig fyrir tvo gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins. Þetta eru leikir þar sem íslensku strákarnir geta tryggt sig inn á Eurobasket 2025.