Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2025 11:29 Donald Trump og þeir Narendra Modi og Xi Jinping. EPA og AP Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi. Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu á hliðarlínum ráðstefnu sem stendur nú yfir í Tianjin í Kína. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, er einnig á ráðstefnunni auk rúmlega tuttugu annarra þjóðarleiðtoga sem eru flestir frá Mið-Asíu. Eftir fund þeirra sögðu Modi og Xi að samband ríkjanna færi batnandi, eftir langvarandi deilur sem snúið hafa meðal annars um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Indland og Kína búa yfir tveimur af stærstu hagkerfum heims og nái ráðamenn ríkjanna að leysa deilurnar þeirra á milli gæti það reynst báðum ríkjum mjög hagstætt. Tollar Trumps á Indland hafa aukið á áhyggjur þar að Indverjar hafi sett of mörg af sínum eggjum í körfu Bandaríkjanna, ef svo má segja, og Xi sér tækifæri til að víkka gjánna milli Indlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt BBC lýsti Xi ríkjunum sem félögum og sagði að réttast væri fyrir bæði ríkin að vera vinir. Það yrði hagstæðast til lengri tíma. Modi sagði andrúmsloft friðar og stöðugleika ríkja milli þeirra. Vináttan sem endaði Modi og Trump hafa á undanförnum árum átt í mjög góðu sambandi þeirra á milli en það hefur breyst verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir að Trump setti samtals fimmtíu prósenta toll á vörur frá Indlandi. Þá sagði Trump að það væri vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi. Trump er þó sagður reiður út í Modi af persónulegri ástæðum. Eftir að til átaka kom milli Indlands og Pakistan í sumar hefur Trump margsinnis lýst því yfir að hann hafi bundið enda á átökin, sem voru þau nýjustu í áratugalöngum og oft blóðugum deilum ríkjanna. New York Times segir að þegar Trump og Modi töluðu saman í síma þann 17. júní hafi Trump enn einu sinni minnst á það hve stoltur hann væri að hafa bundið enda á átökin. Þá nefndi hann að Pakistanar ætluðu að tilnefna hann til friðarverðlauna Nóbels og gaf þannig í skyn að Modi ætti einnig að gera það. Því mótmælti Modi og sagði að aðkoma Bandaríkjanna hefði haft lítil áhrif á átökin. Þau hefðu verið stöðvuð með beinum viðræðum Indverja og Pakistana. Sjá einnig: „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Samkvæmt heimildum NYT mótmælti Trump því ekki en tók ummælin nærri sér og hefur sambandið þeirra á milli súrnað verulega síðan, samhliða viðræðum um viðskipti milli ríkjanna. Trump hætti nýverið við ferðalag til Indlands og beitti umfangsmiklum tollum gegn Indlandi, eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkin eru stærsta viðskiptafyrirtæki Indlands. Mörg bandarísk fyrirtæki hafa fært útibú sín frá Kína til Indlands á undanförnum árum. Þetta hefur leitt til mikillar reiði í garð Trumps Indlandi.
Kína Indland Bandaríkin Rússland Donald Trump Nóbelsverðlaun Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira