Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 07:01 Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Eins og fleiri, er ég með augun öðru hvoru á fasteignaauglýsingum. Því oftar sem maður skoðar þessar auglýsingar kemur ein spurning ítrekað upp: Hvað erum við að byggja og fyrir hvern? Hvers vegna kemur varla nokkur ný eign á markaðinn í dag án fataherbergis, innbyggðs vínkælis, gufubaðs eða regnskógar sturtu? Þetta er allt lúxus útbúnaður sem ég gæti vel hugsað mér að njóta en hef enga þörf á. Er þetta raunverulega það sem markaðurinn vill eða snýst þetta fyrst og fremst um að hámarka verð þess reitar sem þú hefur til að byggja á? Það gefur auga leið að sá sem byggir gerir sitt til að hámarka arðinn af sinni framkvæmd. Sá eini sem getur gert kröfu til þess að hann lækki sinn hlut er sá sem hann á samningum við hverju sinni. En hvað getur sá sem úthlutar framkvæmdaraðilum gert til að mæta ákalli fólks um ódýrara húsnæði? Þegar við lítum til Reykjavíkur sjáum við að uppbygging hefur verið töluverð en nýjar eignir í borginni eru ekki að seljast hratt, þær eru eðli máli samkvæmt dýrar, enda kröfur sem nýjar eignir bera mögulega ekki það sem við kaupendur leitum að. Hvað þurfum við á heimili? Svefnherbergi fyrir alla fjölskyldumeðlimi, baðherbergi, eldhús og stofu. Ég ólst upp í Bakkahverfi í Breiðholtinu, er þar ágætis samsetning af ólíkum eignum. Slíkar eignir eða nýjar eignir af þeim toga myndu vera til þess fallnar að fjölga valkostum fólks. Þannig gætu þeir sem vilja, og geta, gert vel við sig í húsbúnaði hafa kost á því, og þau sem vilja einfaldari, og ódýrari, eign sömuleiðis eiga kost á því. Uppbygging fjölbreyttari eigna hagnast öllum. Þannig myndi meðalverð hvers fermetra lækka og þar með fasteignaverð. Sem hefur svo bein áhrif á vexti og verðbólgu. Hvar getum við byggt heimili sem eru minna Bo Bedre meira bara grunn heimili án alls auka gúrme? Reykjavíkurborg á drjúgan hluta lands við Ártúnshöfða sem er nú að fara í uppbyggingu. Ef borgin myndi stíga inn með forhannaðar eignir til uppbyggingar í anda fyrrnefndar bakkamenningar væri það verulegt innstig í mótun verðlags, áhrif á fasteignamarkaðin í heild sinni, áhrif á verðbólgu og lífsgæði okkar allra. Við í Viðreisn munum leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að þessi skref verið stigin ákveðin inn í uppbyggingaráform borgarinnar, hér ber borgin ábyrgð, setjum stefnu sem vinnur að bættu samfélagi fyrir alla. Við getum stór bætt húsnæðisástand á sama tíma og við höfum áhrif á verð mótun á fasteignamarkaði, verðbólgu og lífsgæði fljölda borgarbúa. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðresinar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar