„Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 22:47 Rúnar Kristinsson er þjálfari Fram Vísir/Diego Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum kátur með sigur sinna manna á toppliði Vals í 21. Umferð Bestu deildarinnar í kvöld. Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“ Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og unnu þar með 2-1 sigur en það var fyrsti sigur liðsins frá 5. Júlí síðastliðnum. Rúnar viðurkenndi í samtali við Vísi eftir leik að það væri mikill léttir að ná í sigurinn en það væri ekki einu tilfinningarnar eftir leikinn. „Menn vilja mikið tala um hvað er langt síðan við unnum síðast en lítið talað um hvað við vorum lengi ósigraðir. Það er jákvæðari frétt en þessi neikvæða hlið sem þú ert að draga upp. Frábær og nauðsynlegur sigur. Höfum þurft að grafa djúpt til að finna réttu leiðina til að vinna leik.“ Sagði Rúnar og bætti við: „Það er kannski asnalegt að segja það en mér finnst við hafa spilað mjög vel í langan tíma án þess að fá eitthvað útúr því. Við risum í dag eftir vont tap gegn KA. Fórum aðeins í skotgrafirnar, vörðumst ofboðslega vel og þegar við vorum með boltann vorum við að færa hann á milli okkar. Skorum tvö mörk og vinnum leikinn ekkert sérstaklega ósanngjarnt.“ Eins og fyrr segir skoraði Fram bæði mörk sín í seinni hálfleik en þrátt fyrir það var Rúnar ekki á því að mikill munur hafi verið á frammistöðunni milli hálfleika. „Bara þetta glæsimark frá Aron Jó sem skildi liðin af í hálfleik. Við eigum fullt af hættulegum fyrirgjöfum og sóknum sem við hefðum getað gert betur. Mér fannst við fínir og við töluðum um það í hálfleik að halda áfram sem við vorum að gera vel.“ sagði Rúnar og bætti við um stöðuna í töfluna eftir leik en Fram stökk í 6. Sæti með sigrinum. „Þessi deild er búin að vera svo ofboðslega skrýtin í sumar og er enn. Þetta er þéttur pakki. Nú er bara hreinn úrslitaleikur framundan gegn FH um sæti í efri hlutanum. Sá leikur ræður úrslitum fyrir okkur, ef við vinnum þá fáum við að taka þátt í efri hlutanum en tap þýðir líklega að við verðum að horfa niður fyrir okkur. Það er stutt á milli í þessu, gætum lent í gríðarlegri fallbaráttu ef við gerum ekki vel í næsta leik.“ Framundan er landsleikjahlé fyrir lokaumferðina fyrir tvískiptinguna. Rúnar hafði ekki áhyggjur af því að halda mönnum á tánum þennan tíma. „Menn þurfa að fá eitthvað frí til að hvíla sig og safna orku. Tökum næstu helgi í frí og svo heil vika í undirbúning fyrir leikinn gegn FH. Þegar menn sjá þetta núna fyrir sér, erum búnir að vera í efri hlutanum allt tímabilið á mjög góðum stað. Svo töpum við þremur í röð og dettum þá niður töfluna en nú erum við komnir aftur þarna inn.“ Sagði Rúnar og bætti við að lokum: „Ég held að menn viti alveg hvað það þýðir að taka þátt í efri hlutanum frekar en í neðri. Við vorum þar í fyrra en viljum ekki vera þar aftur. Við höfum metnað til að gera betur en í fyrra.“
Besta deild karla Valur Fram Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira