Suárez hrækti á þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 11:31 Gömlu Barcelona-stjörnurnar Luis Suárez og Sergio Busquets urðu sér báðir til skammar eftir úrslitaleikinn í Bandaríkjunum í gær. Samsett/Skjáskot Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira