Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 10:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hún var stödd í Litháen nærri landamærunum að Belarús fyrr í dag. AP/Mindaugas Kulbis Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag. Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira
Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag.
Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Allt bendi til að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Sjá meira