Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar 3. september 2025 08:00 Þegar lífið nálgast endalok skiptir miklu máli að fá að vera laus við þjáningu, fá umhyggju og upplifa reisn. Það eru þarfir sem sameina okkur öll, því fyrr eða síðar verðum við flest annaðhvort sjúklingar eða aðstandendur veikra. Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við þjáningar af langvinnum eða lífshættulegum ólæknandi sjúkdómum. Hún felur í sér meðferð við verkjum og öðrum einkennum og andlegan og félagslegan stuðning, bæði fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Markmiðið er að fólk geti lifað síðustu mánuði, vikur eða daga með reisn og eins mikilli vellíðan og kostur er. Þrátt fyrir að líknarmeðferð hafi þróast verulega á síðustu áratugum er hún enn ekki sjálfsögð í öllum tilvikum á Íslandi. Líkt og kemur fram í skýrslunni Framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi (2019) er enn langt í land með að tryggja samræmda líknarþjónustu á landsvísu. Þar er bent á að skortur sé á samræmdum verkferlum og matstækjum fyrir þjónustuna, auk þess sem rafræn skráning er ekki samræmd. Þá vantar víða sérhæfð líknarteymi, og eina sérhæfða líknarlegudeildin er líknareining Landspítalans. Afleiðingin er sú að sumir sjúklingar og fjölskyldur þeirra upplifa skort á stuðningi þegar mest á reynir. Í skýrslunni er m.a. lagt til að komið verði á fót miðstöð líknarþjónustu á Íslandi til að „viðhalda og styrkja sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir landið allt“. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ítrekað lagt áherslu á að líknarmeðferð sé órjúfanlegur hluti af heilbrigðiskerfinu og aðgengi að henni sé mannréttindi. Evrópusamtök um líknarmeðferð (European Association for Palliative Care eða EAPC) hafa einnig mótað leiðbeiningar sem leggja áherslu á jafnt aðgengi, þverfaglegt samstarf og samhæfða þjónustu fyrir alla sem þurfa, óháð búsetu eða félagslegri stöðu. Hvers vegna skiptir líknarmeðferð máli? Það eru margar ástæður fyrir því að líknarmeðferð á að vera eins og best verður á kosið: Mannleg reisn og jafnræði: Allir eiga rétt á að lifa síðustu stundir sínar með virðingu og án óþarfa þjáninga. Bætt lífsgæði: Rannsóknir sýna að rétt stillt líknarmeðferð getur dregið verulega úr verkjum, andlegri vanlíðan og kvíða og bætt lífsgæði bæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Stuðningur við fjölskyldur: Líknarmeðferð snýst ekki aðeins um sjúklinginn heldur einnig aðstandendur, sem þurfa leiðsögn og stuðning til að takast á við sorg og missi. Samfélagsleg ábyrgð: Með því að veita líknarmeðferð á hæsta gæðastigi sýnir samfélagið að það setur mannlega umhyggju í öndvegi. Skynsamleg nýting heilbrigðisauðlinda: Góð líknarmeðferð getur dregið úr þörf á óþarfa sjúkrahúsinnlögnum og gert fólki kleift að vera lengur heima við í umhyggju fjölskyldu. Ekki spurning um annaðhvort eða Áberandi í orðræðu sumra andmælenda dánaraðstoðar er að halda því fram að ekki sé hægt að ræða dánaraðstoð fyrr en búið sé að bæta líknarmeðferð til fulls. Þannig er dánaraðstoð stillt upp sem ósiðlegum afarkosti við dánarferli sem fullkomin líknarmeðferð eigi að sjá alfarið um. Þetta er rökvillan um ranga skiptingu kosta því hvort tveggja getur veitt líkn. Núverandi heilbrigðisráðherra og nokkrir þingmenn hafa viðrað slík sjónarmið. Þessi rök eru þó oftar en ekki notuð til að beina athyglinni frá kjarnanum og loka á opna umræðu um dánaraðstoð sem valkost sem byggir á sjálfsákvörðunarrétti og virðingu fólks við lífslok. Þessi umræða er á skjön við veruleikann því líknarmeðferð og dánaraðstoð útiloka ekki hvor aðra. Þvert á móti eru þetta hvort tveggja nauðsynleg viðfangsefni sem krefjast alvöru umræðu og umbóta. Að bæta líknarmeðferð er sjálfstætt réttlætismál, óháð afstöðu fólks til dánaraðstoðar. Hvað þarf að gera á Íslandi? Til að tryggja að líknarmeðferð sé í raun öllum aðgengileg þarf að: Byggja upp skipulögð líknarteymi í öllum landshlutum Efla þverfaglega samvinnu og samhæfingu milli þjónustustiga Auka fræðslu og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þjálfun í verkjameðferð, samtalsfærni og sálfélagslegum þáttum er ekki alltaf hluti af grunnmenntun, sem getur skapað óöryggi og ójöfnuð í þjónustu. Fjárfesta í mannauði og stuðningi við fjölskyldur Auka fræðslu til almennings Þar að auki er mikilvægt að efla fræðslu til almennings um líknarmeðferð. Rannsóknir og reynsla heilbrigðisstarfsfólks sýna að margir vita ekki nákvæmlega hvað felst í líknarmeðferð. Sumir halda jafnvel að hún jafngildi því að hætta allri meðferð. Slíkur misskilningur getur valdið óþarfa ótta, seinkað aðgengi fólks að líknarþjónustu og dregið úr þeim stuðningi sem væri hægt að veita fyrr. Með markvissri fræðslu væri hægt að skapa meiri skilning á mikilvægi líknarmeðferðar. Það myndi einnig styrkja samfélagslega vitund um að líknarmeðferð sé ekki „síðasta úrræðið“ heldur þjónusta sem getur bætt lífsgæði um langan tíma, jafnvel samhliða annarri meðferð. Góð líknarmeðferð er ekki munaðarvara heldur nauðsyn. Hún er mælikvarði á hversu manneskjulegt samfélag við viljum vera. Hvernig við komum fram við fólk þegar lífið nálgast endalok er prófsteinn á gildi okkar og umhyggju. Það er skylda samfélagsins að tryggja að hver einstaklingur fái þá umönnun, stuðning og virðingu sem hann á rétt á þegar lífið nálgast endalok. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar lífið nálgast endalok skiptir miklu máli að fá að vera laus við þjáningu, fá umhyggju og upplifa reisn. Það eru þarfir sem sameina okkur öll, því fyrr eða síðar verðum við flest annaðhvort sjúklingar eða aðstandendur veikra. Líknarmeðferð miðar að því að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við þjáningar af langvinnum eða lífshættulegum ólæknandi sjúkdómum. Hún felur í sér meðferð við verkjum og öðrum einkennum og andlegan og félagslegan stuðning, bæði fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Markmiðið er að fólk geti lifað síðustu mánuði, vikur eða daga með reisn og eins mikilli vellíðan og kostur er. Þrátt fyrir að líknarmeðferð hafi þróast verulega á síðustu áratugum er hún enn ekki sjálfsögð í öllum tilvikum á Íslandi. Líkt og kemur fram í skýrslunni Framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi (2019) er enn langt í land með að tryggja samræmda líknarþjónustu á landsvísu. Þar er bent á að skortur sé á samræmdum verkferlum og matstækjum fyrir þjónustuna, auk þess sem rafræn skráning er ekki samræmd. Þá vantar víða sérhæfð líknarteymi, og eina sérhæfða líknarlegudeildin er líknareining Landspítalans. Afleiðingin er sú að sumir sjúklingar og fjölskyldur þeirra upplifa skort á stuðningi þegar mest á reynir. Í skýrslunni er m.a. lagt til að komið verði á fót miðstöð líknarþjónustu á Íslandi til að „viðhalda og styrkja sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir landið allt“. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ítrekað lagt áherslu á að líknarmeðferð sé órjúfanlegur hluti af heilbrigðiskerfinu og aðgengi að henni sé mannréttindi. Evrópusamtök um líknarmeðferð (European Association for Palliative Care eða EAPC) hafa einnig mótað leiðbeiningar sem leggja áherslu á jafnt aðgengi, þverfaglegt samstarf og samhæfða þjónustu fyrir alla sem þurfa, óháð búsetu eða félagslegri stöðu. Hvers vegna skiptir líknarmeðferð máli? Það eru margar ástæður fyrir því að líknarmeðferð á að vera eins og best verður á kosið: Mannleg reisn og jafnræði: Allir eiga rétt á að lifa síðustu stundir sínar með virðingu og án óþarfa þjáninga. Bætt lífsgæði: Rannsóknir sýna að rétt stillt líknarmeðferð getur dregið verulega úr verkjum, andlegri vanlíðan og kvíða og bætt lífsgæði bæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Stuðningur við fjölskyldur: Líknarmeðferð snýst ekki aðeins um sjúklinginn heldur einnig aðstandendur, sem þurfa leiðsögn og stuðning til að takast á við sorg og missi. Samfélagsleg ábyrgð: Með því að veita líknarmeðferð á hæsta gæðastigi sýnir samfélagið að það setur mannlega umhyggju í öndvegi. Skynsamleg nýting heilbrigðisauðlinda: Góð líknarmeðferð getur dregið úr þörf á óþarfa sjúkrahúsinnlögnum og gert fólki kleift að vera lengur heima við í umhyggju fjölskyldu. Ekki spurning um annaðhvort eða Áberandi í orðræðu sumra andmælenda dánaraðstoðar er að halda því fram að ekki sé hægt að ræða dánaraðstoð fyrr en búið sé að bæta líknarmeðferð til fulls. Þannig er dánaraðstoð stillt upp sem ósiðlegum afarkosti við dánarferli sem fullkomin líknarmeðferð eigi að sjá alfarið um. Þetta er rökvillan um ranga skiptingu kosta því hvort tveggja getur veitt líkn. Núverandi heilbrigðisráðherra og nokkrir þingmenn hafa viðrað slík sjónarmið. Þessi rök eru þó oftar en ekki notuð til að beina athyglinni frá kjarnanum og loka á opna umræðu um dánaraðstoð sem valkost sem byggir á sjálfsákvörðunarrétti og virðingu fólks við lífslok. Þessi umræða er á skjön við veruleikann því líknarmeðferð og dánaraðstoð útiloka ekki hvor aðra. Þvert á móti eru þetta hvort tveggja nauðsynleg viðfangsefni sem krefjast alvöru umræðu og umbóta. Að bæta líknarmeðferð er sjálfstætt réttlætismál, óháð afstöðu fólks til dánaraðstoðar. Hvað þarf að gera á Íslandi? Til að tryggja að líknarmeðferð sé í raun öllum aðgengileg þarf að: Byggja upp skipulögð líknarteymi í öllum landshlutum Efla þverfaglega samvinnu og samhæfingu milli þjónustustiga Auka fræðslu og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þjálfun í verkjameðferð, samtalsfærni og sálfélagslegum þáttum er ekki alltaf hluti af grunnmenntun, sem getur skapað óöryggi og ójöfnuð í þjónustu. Fjárfesta í mannauði og stuðningi við fjölskyldur Auka fræðslu til almennings Þar að auki er mikilvægt að efla fræðslu til almennings um líknarmeðferð. Rannsóknir og reynsla heilbrigðisstarfsfólks sýna að margir vita ekki nákvæmlega hvað felst í líknarmeðferð. Sumir halda jafnvel að hún jafngildi því að hætta allri meðferð. Slíkur misskilningur getur valdið óþarfa ótta, seinkað aðgengi fólks að líknarþjónustu og dregið úr þeim stuðningi sem væri hægt að veita fyrr. Með markvissri fræðslu væri hægt að skapa meiri skilning á mikilvægi líknarmeðferðar. Það myndi einnig styrkja samfélagslega vitund um að líknarmeðferð sé ekki „síðasta úrræðið“ heldur þjónusta sem getur bætt lífsgæði um langan tíma, jafnvel samhliða annarri meðferð. Góð líknarmeðferð er ekki munaðarvara heldur nauðsyn. Hún er mælikvarði á hversu manneskjulegt samfélag við viljum vera. Hvernig við komum fram við fólk þegar lífið nálgast endalok er prófsteinn á gildi okkar og umhyggju. Það er skylda samfélagsins að tryggja að hver einstaklingur fái þá umönnun, stuðning og virðingu sem hann á rétt á þegar lífið nálgast endalok. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar