Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Unnur Sverrisdóttir og Vigdís Jónsdóttir skrifa 2. september 2025 09:02 Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun