Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Unnur Sverrisdóttir og Vigdís Jónsdóttir skrifa 2. september 2025 09:02 Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun