Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 15:16 Hermenn í Los Angeles fyrr í sumar. AP/Eric Thayer Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira