„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. september 2025 18:50 Einar Þorsteinsson þakkaði borgarfulltrúum fyrir samstöðuna eftir að ályktunin var samþykkt. Vísir/Vilhelm Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum. Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunun. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vinna að því að tryggja að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.“ Ályktunin byggir á tillögu sem Einar Þorsteinsson, og aðrir meðlimir Framsóknarflokksins í borginni, lögðu fram að yrði tekin fyrir á fundi borgarstjórnar í dag. Einar sagði í samtali við Vísi í dag að fólk sem hafi upp svipuð ummæli og Snorri í Kastljósi í gær eigi ekkert erindi í stjórnmál. Einar þakkaði á fundi borgarstjórnar borgarstjórn fyrir að samþykkja tillöguna og sameinast um hana. „Í ljósi mikillar neikvæðrar umræðu um þetta málefni í fjölmiðlum og í samfélaginu, að borgarstjórn komi hér saman og álykti með skýrum stuðningi í garð þessa hóps,“ sagði Einar á fundinum. Tillagan er ögn breytt frá því sem Framsókn lagði til en upprunaleg tillaga Framsóknarflokksins var svona: „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Sjá einnig: Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Snorri var í Kastljósi til að ræða hinsegin málefni. Framganga hans hefur verið harðlega gagnrýnd af ráðherrum, þingmönnum, fjölmörgum á samfélagsmiðlum og nú borgarstjórn. Þá hafa einhverjir, eins og biskup Íslands, gert athugasemdir við aðkomu RÚV og að þessi málefni hafi verið rædd með þessum hætti á alþjóðlegum forvarnardegi gegn sjálfsvígum.
Borgarstjórn Hinsegin Mannréttindi Fjölmiðlar Miðflokkurinn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26 Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Aðstoðarmaður utanríkisráðherra segir hinsegin samfélagið allt loga vegna framgöngu Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi gærdagsins. Hún minnir á að tjáningarfrelsi feli ekki í sér réttinn til að kynda undir hatursorðræðu. 2. september 2025 18:26
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41