Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar 2. september 2025 19:31 Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag mælti ég fyrir tillögu á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarsögulegra minja á Laugarnestanga. Frá árinu 2016 hefur verið í gildi verndaráætlun Laugarnestanga til að tryggja að fornleifar þar glatist ekki og nýting, skipulag og rekstur svæðisins haldist í hendur, meðal annars á forsendum þeirra. Þar á undan hafði svæðið verið sett undir hverfisvernd Reykjavíkurborgar en fjölmörg svæði í Reykjavík eru undir hverfisvernd og flest þeirra vinsæl og fjölfarin útivistar- og afþreyingarsvæði, eins og Laugarnestangi. Laugarnestangi er sérstæður í borgarlandinu. Hann hefur ekki einvörðungu hátt sögu- og menningargildi heldur er hann einnig mikilvægur í tilliti náttúruverndar og fyrir líffræðilegar og jarðfræðilegar náttúruminjar. Þá má nefna að frá Laugarnestanga sést til allra átta; vel yfir Reykjavík og hið manngerða borgarskipulag, til fjalla og yfir óspillta strandlengju og langt út á haf. Þetta er eitt fárra svæða í þéttbýli höfuðborgarinnar þar sem hægt er að upplifa jafn heildstætt menningarlandslag og náttúru. Með því að færa vernd svæðisins á hærra stig gefst okkur ríkara tækifæri til að miðla enn frekar sögu og menningu þess til komandi kynslóða en einnig standa vörð um verðmætin sem felast í náttúrunni sem þar fyrirfinnst og hlúa að lífbreytileika og búsetusvæðum fjölbreyttra lífvera. Friðlýsingarformið er sú verndaraðgerð sem er best skilgreind í lögum og með því eru sett skýr verndarmarkmið og skilmálar hvernig framfylgja skuli þeim. Það er því ánægjulegt að borgarstjórn samþykkti að hefja friðlýsingarferli Laugarnestangans. Samhliða framsækinni borgarþróun verðum við ávallt að skoða gaumgæfilega hugmyndir um náttúruvernd og verndun minja og mannvistaleifa í borgarlandinu. Með því að styrkja slíkt um alla borg náum við að tryggja sjálfbæra borgarþróun og vernda land og svæði um ókomna tíð fyrir hugsanlega óafturkræfum athöfnum manna. Slíkt gegnir einnig mikilvægu hlutverki í að draga úr og aðlagast loftslagsbreytingum. Það hefur því aldrei verið mikilvægara en nú að huga að aukinni vernd og friðlýsingum í Reykjavík. Hvort sem þær taka til menningarlandslags og menningarminja, eins og tilfelli Laugarnestangans, eða vegna verðmætra og viðkvæmra vistkerfa, leira, þangfjara, búsvæða fugla, sjávarhryggleysingja og straumvatna sem eru búsvæði laxa og silunga. Að því sögðu er það er von mín að friðlýsingarferli Laugarnestanga gangi hratt og örugglega fyrir sig og að í kjölfarið verði nýtt fleiri tækifæri til friðlýsinga í landi Reykjavíkur. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar