„Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. september 2025 22:43 Pútín, Módí og Xi voru kumpánlegir í Tianjin í Kína í gær. AP Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. Erlingur var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann ræddi vendingarnar í alþjóðamálunum en í morgun fór fram stór hersýning í Peking þar sem nýjustu hergögn voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Meðal áhorfenda voru þjóðarleiðtogar, meðal annarra Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. Í ávarpi sínu við tilefnið sagði Xi Jin Ping forseti Kína að heimurinn stæði enn á ný frammi fyrir tveimur valkostum: stríð eða frið, samvinnu eða ágreining. Fundurinn sem fór fram í gær sem Narendra Modi forsætisráðherra Indlands sótti meðal annarra var á vegum Sjanghaísambandsins. Sambandið er eitt fjölmargra þjóðarsambanda sem Kínverjar hafa staðið að en hafa sjaldan náð miklu flugi. Meðlimir sambandsins eru Kína, Rússland, Úsbekistan, Tadsjíkistan og Kirgisstan, Indland, Pakistan og Hvíta-Rússland. „Í samhengi við Úkraínu er þetta slæmar fréttir. Samstaðan er ekkert að veikjast [á milli Rússlands og Kína] og fregnir eru af fleiri norður-kóreskum hermönnum á leiðinni þangað. Svo í stóra samhenginu þá er þetta ávísun á stórveldasamkeppni og spennu við Bandaríkin. Evrópa er í svolítið sérkennilegri stöðu því Bandaríkin virðast vera hætt í samstarfi við NATÓ-ríkin að mestu leyti og ekki er hægt að reiða sig á Bandaríkin. Þetta eru óvissutímar,“ segir Erlingur. Býður Vesturlöndum birginn Hersýningin í Peking í morgun sé til marks um aukið sjálfstraust Kínverja á alþjóðavettvangi. „Xi Jin Ping [forseti Kína] hefur sett það á dagskrá að Taívan skuli sameinast restinni af Kína með góðu eða illu. Hann talar líka um í ávarpi sínu um að framundan sé annað hvort tími friðar eða átaka. Hann er að bjóða Bandaríkjunum og Vesturlöndum birginn þarna,“ segir Erlingur. Er það frekar spurning um hvenær en hvort Kína ræðst á Taívan? „Nei, ekki alveg þannig þó líkurnar fari vaxandi eftir því sem getan og sjálfstraustið eykst. Þetta er erfitt hernaðarlega en vissulega hefur hagur þeirra vænkast með þessari furðuutanríkispólitík Trump. Samstaða Vesturlanda hefur veikst. Samstaðan um stuðning við Úkraínu boðar heldur ekki gott fyrir stuðning við Taívan,“ segir Erlingur. Bandaríkin einangri sig Trump birti í gær færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar leiðtogafundarins þar sem hann sagði leiðtogana gera samsæri gegn Bandaríkjunum. „Eins og flest sem frá honum kemur er þetta ekkert velígrundað viðbragð. Manni hefur virst það vera að þessi Trump-stjórn hafi ekki neins konar heildstæða strategíu um hvernig þeir vilja eiga við Kína. Nú reka þeir Indverja í fangið á Kínverjum með því að setja á þá 50 prósent tolla. Hugmyndin er að þeir hætti að kaupa olíu af Rússum og hjálpi þeim að reka stríðið í Úkraínu en af því að þeir hafa ekki heildstæða sýn þá virðist þetta vera háð einhverjum duttlungum Trump og Inverjar eins og flestir hugsa að þeir geti ekki treyst Bandaríkjunum frá degi til dags,“ segir Erlingur. Eru Bandaríkin að einangrast? „Þau eru að einangra sig. Þeir segja: Ameríka fyrst, það þýðir í huga margra sérfræðinga og ég tek undir: Ameríka ein. Þeir hafa komið mjög illa fram við sína nánustu bandamenn, sína nágranna í norðri og suðri. Dani, sem hafa verið mjög tryggir þeim og fært miklar fórnir í Afganistan og Írak með Bandaríkjunum. Þeir fengu aldeilis löðrunginn frá þeim strax og ekki sér fyrir endanum á því með Grænland. Bandaríkin eru að einangra sig mjög alvarlega og það sem Trump-stjórnin virðist halda er að það sé einhvern veginn vænlegst en það er mikill misskilningur,“ segir Erlingur. Donald Trump Bandaríkin Kína Indland Rússland Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Erlingur var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann ræddi vendingarnar í alþjóðamálunum en í morgun fór fram stór hersýning í Peking þar sem nýjustu hergögn voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Meðal áhorfenda voru þjóðarleiðtogar, meðal annarra Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. Í ávarpi sínu við tilefnið sagði Xi Jin Ping forseti Kína að heimurinn stæði enn á ný frammi fyrir tveimur valkostum: stríð eða frið, samvinnu eða ágreining. Fundurinn sem fór fram í gær sem Narendra Modi forsætisráðherra Indlands sótti meðal annarra var á vegum Sjanghaísambandsins. Sambandið er eitt fjölmargra þjóðarsambanda sem Kínverjar hafa staðið að en hafa sjaldan náð miklu flugi. Meðlimir sambandsins eru Kína, Rússland, Úsbekistan, Tadsjíkistan og Kirgisstan, Indland, Pakistan og Hvíta-Rússland. „Í samhengi við Úkraínu er þetta slæmar fréttir. Samstaðan er ekkert að veikjast [á milli Rússlands og Kína] og fregnir eru af fleiri norður-kóreskum hermönnum á leiðinni þangað. Svo í stóra samhenginu þá er þetta ávísun á stórveldasamkeppni og spennu við Bandaríkin. Evrópa er í svolítið sérkennilegri stöðu því Bandaríkin virðast vera hætt í samstarfi við NATÓ-ríkin að mestu leyti og ekki er hægt að reiða sig á Bandaríkin. Þetta eru óvissutímar,“ segir Erlingur. Býður Vesturlöndum birginn Hersýningin í Peking í morgun sé til marks um aukið sjálfstraust Kínverja á alþjóðavettvangi. „Xi Jin Ping [forseti Kína] hefur sett það á dagskrá að Taívan skuli sameinast restinni af Kína með góðu eða illu. Hann talar líka um í ávarpi sínu um að framundan sé annað hvort tími friðar eða átaka. Hann er að bjóða Bandaríkjunum og Vesturlöndum birginn þarna,“ segir Erlingur. Er það frekar spurning um hvenær en hvort Kína ræðst á Taívan? „Nei, ekki alveg þannig þó líkurnar fari vaxandi eftir því sem getan og sjálfstraustið eykst. Þetta er erfitt hernaðarlega en vissulega hefur hagur þeirra vænkast með þessari furðuutanríkispólitík Trump. Samstaða Vesturlanda hefur veikst. Samstaðan um stuðning við Úkraínu boðar heldur ekki gott fyrir stuðning við Taívan,“ segir Erlingur. Bandaríkin einangri sig Trump birti í gær færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar leiðtogafundarins þar sem hann sagði leiðtogana gera samsæri gegn Bandaríkjunum. „Eins og flest sem frá honum kemur er þetta ekkert velígrundað viðbragð. Manni hefur virst það vera að þessi Trump-stjórn hafi ekki neins konar heildstæða strategíu um hvernig þeir vilja eiga við Kína. Nú reka þeir Indverja í fangið á Kínverjum með því að setja á þá 50 prósent tolla. Hugmyndin er að þeir hætti að kaupa olíu af Rússum og hjálpi þeim að reka stríðið í Úkraínu en af því að þeir hafa ekki heildstæða sýn þá virðist þetta vera háð einhverjum duttlungum Trump og Inverjar eins og flestir hugsa að þeir geti ekki treyst Bandaríkjunum frá degi til dags,“ segir Erlingur. Eru Bandaríkin að einangrast? „Þau eru að einangra sig. Þeir segja: Ameríka fyrst, það þýðir í huga margra sérfræðinga og ég tek undir: Ameríka ein. Þeir hafa komið mjög illa fram við sína nánustu bandamenn, sína nágranna í norðri og suðri. Dani, sem hafa verið mjög tryggir þeim og fært miklar fórnir í Afganistan og Írak með Bandaríkjunum. Þeir fengu aldeilis löðrunginn frá þeim strax og ekki sér fyrir endanum á því með Grænland. Bandaríkin eru að einangra sig mjög alvarlega og það sem Trump-stjórnin virðist halda er að það sé einhvern veginn vænlegst en það er mikill misskilningur,“ segir Erlingur.
Donald Trump Bandaríkin Kína Indland Rússland Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent