Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 14:46 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira