Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 11:40 Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta hjá ungu kynslóðinni í dag. Getty/Visir Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. „Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður. Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður.
Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira