Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. september 2025 11:40 Litlir skrímslabangsar eru það allra vinsælasta hjá ungu kynslóðinni í dag. Getty/Visir Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. „Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður. Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
„Það voru alls konar skrítnir hlutir farnir að gerast. Þetta var farið að stjórna alls konar hlutum í skólastofum og valda miklum leiðindum. Við ákváðum svo að óska eftir því að bangsarnir yrðu bara skildir eftir heima,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, í samtali við fréttastofu. Labubu-bangsarnir komu fyrst á markað árið 2015 en náðu gífurlegum vinsældum í fyrra þegar kóresk poppstjarna sást með slíka dúkku á tösku sinni. Þá greip Labubu-æði um sig víða í Asíu og á þessu ári ferðaðist tískubylgjan til Bandaríkjanna og Evrópu. Einn svona bangsi kostar um sex til sjö þúsund krónur, en hann kemur í lokaðri pakkningu og kaupandinn veit ekki hvernig dúkkan er á litinn fyrr en hann er búinn að versla. Einhverjir litir eru sjaldgæfari en aðrir og hafa sumir selst á hundruði þúsunda í endursölu. Eftirlíkingar af böngsunum hafa einnig látið á sér kræla. Ekki fyrsta æðið sem börn fá þráhyggju yfir Sigríður segir að hún hafi á sínum 16 árum sem skólastjóri séð nokkur æði eins og Labubu æðið ganga yfir. Mörg þeirra eigi það sameiginlegt að börnin finnist þau þurfa eignast meira og meira af vörunni. „Svo koma eftirlíkingar, og þú ert ekki nógu góður ef þú átt bara eftirlíkingar.“ „Svo á einhver sex bangsa, og þeir hanga allir utan á skólatöskunni, þá er kominn metingur og þá er farið að gráta heima og börnin segja, af hverju á ég ekki svona.“ „Þetta á ekkert heima í skólunum,“ segir Sigríður. Ísaksskóli hafi sent tölvupóst til foreldra á fimmtudaginn þar sem biðlað var til foreldra að skilja bangsana eftir heima, og strax hafi hún fengið jákvæð viðbrögð frá foreldrum. „Einn pabbi svaraði og sagðist algjörlega sammála, en það væri dótadagur á morgun og hann spurði hvort þau mættu koma með bangsana þá. Það var ekkert mál.“ Sigríður segir að það eigi ekki að setja börn í aðstæður sem þessar, þeim eigi að líða vel í skólanum og þar eigi allir að vera á jafningjagrundvelli. „Já það er gleðin ein að setja ró og vinnufrið inn í daginn hjá okkur, af því þegar börnum líður vel í skólunum sínum og þau finna öryggið, þá gengur börnum vel að læra. Það er bara þannig,“ segir Sigríður.
Skóla- og menntamál Tíska og hönnun Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira