Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. september 2025 19:49 Óskar Hallgrímsson hefur búið í Úkraínu í um fimm ár þar sem hann rekur lítið listastúdíó ásamt konunni sinni og flytur fréttir af stríðinu. vísir/elín margrét Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt. Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás sína frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt og í morgun. Um er að ræða þrettán flugskeyti og fleiri en 800 dróna. Mikill reykur steig upp frá aðsetri ríkisstjórnarinnar í morgun og börðust slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum eldsins. Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr skammt frá húsakynnum ríkisstjórnarinnar segist ekki hafa kippt sér mikið upp við sprengingarnar. „Ég varð var við þegar árásirnar byrjuðu og síðan fór ég bara að sofa. Síðan vaknaði ég bara í morgun og las í fréttunum að það hafi verið svakalega árás. Konan mín er í Ódessa svo ég er með allt rúmið þannig ég greinilega sef fastar en vanalega. Það er daglegt brauð að það séu árásir á Kænugarð og Þegar það eru drónaárásir sem er bara mjög algengt að maður sofni út frá.“ Evrópa vaknar upp við vondan draum Minnst fjórir eru látnir og enn fleiri særðir eftir árásir næturnar, þar á meðal eru ungbarn og móðir þess í Kænugarði. Óskar segir reiði frekar einkenna borgarbúa en sorg. „Það er enginn glaður yfir því að móðir með ungbarn sé að láta lífið og það er í rauninni eitthvað sem maður finnur fyrir. Það sem maður finnur mest fyrir er svona innri reiði frekar en sorg að þessir hlutir fái að halda áfram án afskipta vesturlanda á nokkurn hátt. Það er ekkert plan, engin lausn.“ Töluvert hefur bætt í loftárásir Rússa undanfarið. Óskar segir vendingarnar skýrt merki til bandamanna sem vakni nú upp við vondan draum. „Það er vont þegar það venst eins og Megas sagði en síðan sagði hann líka það er vont þegar það versnar. Það er eiginlega tilfinningin hjá okkur að við erum löngu búin að átta okkur á því að hlutirnir eru á leiðinni og mjög slæman veg og Evrópa er fyrst almennilega að átta sig á því núna.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27. mars 2025 21:32 Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. 4. september 2025 19:48 Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. 2. september 2025 17:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárás sína frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt og í morgun. Um er að ræða þrettán flugskeyti og fleiri en 800 dróna. Mikill reykur steig upp frá aðsetri ríkisstjórnarinnar í morgun og börðust slökkviliðsmenn við að ráða niðurlögum eldsins. Óskar Hallgrímsson, blaðamaður og ljósmyndari, sem býr skammt frá húsakynnum ríkisstjórnarinnar segist ekki hafa kippt sér mikið upp við sprengingarnar. „Ég varð var við þegar árásirnar byrjuðu og síðan fór ég bara að sofa. Síðan vaknaði ég bara í morgun og las í fréttunum að það hafi verið svakalega árás. Konan mín er í Ódessa svo ég er með allt rúmið þannig ég greinilega sef fastar en vanalega. Það er daglegt brauð að það séu árásir á Kænugarð og Þegar það eru drónaárásir sem er bara mjög algengt að maður sofni út frá.“ Evrópa vaknar upp við vondan draum Minnst fjórir eru látnir og enn fleiri særðir eftir árásir næturnar, þar á meðal eru ungbarn og móðir þess í Kænugarði. Óskar segir reiði frekar einkenna borgarbúa en sorg. „Það er enginn glaður yfir því að móðir með ungbarn sé að láta lífið og það er í rauninni eitthvað sem maður finnur fyrir. Það sem maður finnur mest fyrir er svona innri reiði frekar en sorg að þessir hlutir fái að halda áfram án afskipta vesturlanda á nokkurn hátt. Það er ekkert plan, engin lausn.“ Töluvert hefur bætt í loftárásir Rússa undanfarið. Óskar segir vendingarnar skýrt merki til bandamanna sem vakni nú upp við vondan draum. „Það er vont þegar það venst eins og Megas sagði en síðan sagði hann líka það er vont þegar það versnar. Það er eiginlega tilfinningin hjá okkur að við erum löngu búin að átta okkur á því að hlutirnir eru á leiðinni og mjög slæman veg og Evrópa er fyrst almennilega að átta sig á því núna.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27. mars 2025 21:32 Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. 4. september 2025 19:48 Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. 2. september 2025 17:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu. 27. mars 2025 21:32
Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. 4. september 2025 19:48
Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. 2. september 2025 17:33