Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar 8. september 2025 07:32 Mikið hefur verið rætt og ritað um öldrunarþjónustu og þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á þjónustuþörf í málaflokknum. Við vitum að Ísland er hlutfallslega ung þjóð í alþjóðlegu samhengi og að á komandi áratugum verða miklar breytingar á aldurssamsetningu okkar. Stærra hlutfall þjóðarinnar verður eldra og því fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri með einkenni og sjúkdóma sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra og færni sem mun kalla á aðstoð heilbrigðiskerfisins og aukið álag. Því er mikilvægt að við sem samfélag séum meðvituð um þær áherslur sem við ætlum að fylgja. Það er engin töfralausn sem tryggir árangur ein og sér á sviði öldrunarþjónustu og er full ástæða til að fagna öllum þeim góðu aðgerðum sem stjórnvöld og aðrir ráðast í. Þar mætti t.a.m. nefna aukna uppbyggingu hjúkrunarheimila, eflingu heimaþjónustu og ýmsa aðra þætti. Á sama tíma þá hættir okkur til þess að beina sjónum okkar ekki nægjanlega mikið að þeim hluta þjónustunnar sem er grunnurinn að því að við getum staðið undir allri annarri þjónustu fyrir þennan mikilvæga hóp í framtíðinni. Þessi þjónusta er endurhæfing og forvarnir. Kerfið þarf að virka með sterku aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða en þar starfa t.a.m. sjúkraþjálfarar í farabroddi ásamt fleiri fjölbreyttum heilbrigðisstéttum. Markmið að tryggja lífsgæði og öryggi Megin markmið okkar á að snúast um að tryggja það að fólk geti lifað við góð lífsgæði, geti tekið þátt samfélaginu bæði líkamlega og félagslega, hafi hámarksgetu og færni til sjálfsbjargar og sjálfstæðrar búsetu sem allra lengst. Þegar færni minnkar þurfum við svo að tryggja aðgengi að stuðningi og umfangsmeiri heilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Með því að hafa stefnuna á þessi markmið þá getum við dregið verulega úr þörf á dýrari þjónustuúrræðum, innlögnum og lyfjanotkun sem er verðmætt fyrir bæði okkur sem einstaklinga en einnig líka fyrir okkur sem samfélag. Lífsgæði og öryggi er það verðmætasta sem við getum gefið. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja færniskerðingar og viðhalda þátttöku. Það er ódýrast að bregðast við strax í upphafi og veita þjónustu sem kemur í veg fyrir eða hægir á skerðingu á lífsgæðum ef möguleiki er til. Sem dæmi þá hefur skert færni veruleg áhrif á byltuhættu einkum hjá eldri einstaklingum. Byltur geta haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og geta leitt til þess að aukin þörf verði á dýrari úrræðum eins og t.d. innlögnum á sjúkrahús og þörf á skurðaðgerðum. Í alvarlegri tilfellum geta þau leitt til dauðsfalla, en skv. greiningum þá eru byltur næst algengasta ástæða dauðsfalla vegna slysa á heimsvísu. Hægt er að minnka líkur og koma í veg fyrir byltur með ódýrum og árangursríkum hætti en þar hefur þjálfun og fræðsla mest áhrif og er mun hagkvæmari heldur en að bregðast við eftir að slysin verða. Heilbrigð öldrun og þjónustuþörf Heilsuefling og hreyfing í gegnum öll æviskeið er mikilvæg og ekki síst þegar við komumst á eldri ár. En ýmsar mýtur hafa verið uppi í gegnum tíðina um þjálfun eldra fólks. Staðreyndin er þó sú að eldra fólk bregst á svipaðan hátt við þjálfun og styrktaræfingum eins og yngri einstaklingar, og getur slík þjálfun dregið m.a. verulega úr byltuhættu. Það er í raun aldrei of seint að byrja. Þegar heilsuefling og almenn hreyfing dugar ekki lengur til og fólk fær færniskerðingar eða einkenni eins og t.a.m. hamlandi verki eða annað slíkt þá er nauðsynlegt að þeir sem eldri eru hafi gott aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu til að meðhöndla einkennin eða koma í veg fyrir að þau aukist. Stór hluti þeirra sem sækja umfangsmeiri þjónustu hjá sjúkraþjálfurum á stofum eru aldraðir, eða um 40% allra. Þörfin á slíkri þjónustu eykst línulega með hækkandi aldri, það sjáum við í því að 4,7% einstaklinga á aldursbilinu 65-74 ára þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara, samanborið við 10,5% þeirra sem eru 85 ára og eldri. Til samanburðar við yngri aldurshópa þá eru ekki nema 1,6% þeirra sem eru 35-44 ára sem þurfa umfangsmeiri þjónustu. Þetta sýnir okkur skýrt hvernig þjónustuþörf einstaklinga eykst með hækkandi aldri og er það mjög eðlilegt. Ef aldraðir eru komnir á þann stað að færni sé orðin það lítil að ekki teljist mögulegt að viðkomandi komist sjálfur í þjálfun þá erum við einnig með öfluga þjónustu í formi heimasjúkraþjálfunar sem sinnir fólki heima við. Báðir þessir þjónustuþættir eru lykill að því að einstaklingar geti búið lengur sjálfstætt, þurfi síður að leggjast inn á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili og þess til viðbótar að þá léttir það einnig á umfangi þeirrar aðstoðar sem fólk þarfnast heimavið. Öldrunarþjónusta sjúkraþjálfara fer einnig fram með sterkum hætti á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sérhæfð endurhæfing fer fram fyrir fjölda aldraðra. Á þetta einkum við þegar þörf er á umfangsmeiri þjónustu, í kjölfar bráðaveikinda eða vegna annarra inngripa í heilbrigðiskerfinu. Þessi þjónusta er mikilvæg við að tryggja útskrift, stytta legutíma og minnka líkur á endurinnlögnum. Þegar önnur þjónusta dugar ekki lengur til þá tekur við sérhæfð þjónusta á hjúkrunarheimilum landsins þar sem okkar veikasta og hrumasta fólk dvelur. Þar er veitt fagleg þjónusta sem er miðar að því að hámarka færni einstaklinga, lágmarka verki og önnur líkamleg einkenni og styðja við hámarkslífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni. Það eru mikil forréttindi að fá að eldast en það er ekki sama hvernig við eldumst. Raunveruleg lífsgæði eru að litlu leiti tengd hinu margumtalaða lífsgæðakapphlaupi. Það sem mestu skiptir er að geta verið sjálfstæð, liðið vel, og geta stundað það sem gefur okkur ánægju sem allra lengst án óþarfa verkja eða annarra einkenna sem hægt er að koma í veg fyrir eða minnka. 8.september er Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar og er áhersla ársins 2025 á heilbrigða öldrun og byltuvarnir og óskum við félagsfólki öllu til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um öldrunarþjónustu og þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á þjónustuþörf í málaflokknum. Við vitum að Ísland er hlutfallslega ung þjóð í alþjóðlegu samhengi og að á komandi áratugum verða miklar breytingar á aldurssamsetningu okkar. Stærra hlutfall þjóðarinnar verður eldra og því fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri með einkenni og sjúkdóma sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra og færni sem mun kalla á aðstoð heilbrigðiskerfisins og aukið álag. Því er mikilvægt að við sem samfélag séum meðvituð um þær áherslur sem við ætlum að fylgja. Það er engin töfralausn sem tryggir árangur ein og sér á sviði öldrunarþjónustu og er full ástæða til að fagna öllum þeim góðu aðgerðum sem stjórnvöld og aðrir ráðast í. Þar mætti t.a.m. nefna aukna uppbyggingu hjúkrunarheimila, eflingu heimaþjónustu og ýmsa aðra þætti. Á sama tíma þá hættir okkur til þess að beina sjónum okkar ekki nægjanlega mikið að þeim hluta þjónustunnar sem er grunnurinn að því að við getum staðið undir allri annarri þjónustu fyrir þennan mikilvæga hóp í framtíðinni. Þessi þjónusta er endurhæfing og forvarnir. Kerfið þarf að virka með sterku aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða en þar starfa t.a.m. sjúkraþjálfarar í farabroddi ásamt fleiri fjölbreyttum heilbrigðisstéttum. Markmið að tryggja lífsgæði og öryggi Megin markmið okkar á að snúast um að tryggja það að fólk geti lifað við góð lífsgæði, geti tekið þátt samfélaginu bæði líkamlega og félagslega, hafi hámarksgetu og færni til sjálfsbjargar og sjálfstæðrar búsetu sem allra lengst. Þegar færni minnkar þurfum við svo að tryggja aðgengi að stuðningi og umfangsmeiri heilbrigðisþjónustu eftir þörfum. Með því að hafa stefnuna á þessi markmið þá getum við dregið verulega úr þörf á dýrari þjónustuúrræðum, innlögnum og lyfjanotkun sem er verðmætt fyrir bæði okkur sem einstaklinga en einnig líka fyrir okkur sem samfélag. Lífsgæði og öryggi er það verðmætasta sem við getum gefið. Við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja færniskerðingar og viðhalda þátttöku. Það er ódýrast að bregðast við strax í upphafi og veita þjónustu sem kemur í veg fyrir eða hægir á skerðingu á lífsgæðum ef möguleiki er til. Sem dæmi þá hefur skert færni veruleg áhrif á byltuhættu einkum hjá eldri einstaklingum. Byltur geta haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga og geta leitt til þess að aukin þörf verði á dýrari úrræðum eins og t.d. innlögnum á sjúkrahús og þörf á skurðaðgerðum. Í alvarlegri tilfellum geta þau leitt til dauðsfalla, en skv. greiningum þá eru byltur næst algengasta ástæða dauðsfalla vegna slysa á heimsvísu. Hægt er að minnka líkur og koma í veg fyrir byltur með ódýrum og árangursríkum hætti en þar hefur þjálfun og fræðsla mest áhrif og er mun hagkvæmari heldur en að bregðast við eftir að slysin verða. Heilbrigð öldrun og þjónustuþörf Heilsuefling og hreyfing í gegnum öll æviskeið er mikilvæg og ekki síst þegar við komumst á eldri ár. En ýmsar mýtur hafa verið uppi í gegnum tíðina um þjálfun eldra fólks. Staðreyndin er þó sú að eldra fólk bregst á svipaðan hátt við þjálfun og styrktaræfingum eins og yngri einstaklingar, og getur slík þjálfun dregið m.a. verulega úr byltuhættu. Það er í raun aldrei of seint að byrja. Þegar heilsuefling og almenn hreyfing dugar ekki lengur til og fólk fær færniskerðingar eða einkenni eins og t.a.m. hamlandi verki eða annað slíkt þá er nauðsynlegt að þeir sem eldri eru hafi gott aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu til að meðhöndla einkennin eða koma í veg fyrir að þau aukist. Stór hluti þeirra sem sækja umfangsmeiri þjónustu hjá sjúkraþjálfurum á stofum eru aldraðir, eða um 40% allra. Þörfin á slíkri þjónustu eykst línulega með hækkandi aldri, það sjáum við í því að 4,7% einstaklinga á aldursbilinu 65-74 ára þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara, samanborið við 10,5% þeirra sem eru 85 ára og eldri. Til samanburðar við yngri aldurshópa þá eru ekki nema 1,6% þeirra sem eru 35-44 ára sem þurfa umfangsmeiri þjónustu. Þetta sýnir okkur skýrt hvernig þjónustuþörf einstaklinga eykst með hækkandi aldri og er það mjög eðlilegt. Ef aldraðir eru komnir á þann stað að færni sé orðin það lítil að ekki teljist mögulegt að viðkomandi komist sjálfur í þjálfun þá erum við einnig með öfluga þjónustu í formi heimasjúkraþjálfunar sem sinnir fólki heima við. Báðir þessir þjónustuþættir eru lykill að því að einstaklingar geti búið lengur sjálfstætt, þurfi síður að leggjast inn á sjúkrahús eða hjúkrunarheimili og þess til viðbótar að þá léttir það einnig á umfangi þeirrar aðstoðar sem fólk þarfnast heimavið. Öldrunarþjónusta sjúkraþjálfara fer einnig fram með sterkum hætti á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sérhæfð endurhæfing fer fram fyrir fjölda aldraðra. Á þetta einkum við þegar þörf er á umfangsmeiri þjónustu, í kjölfar bráðaveikinda eða vegna annarra inngripa í heilbrigðiskerfinu. Þessi þjónusta er mikilvæg við að tryggja útskrift, stytta legutíma og minnka líkur á endurinnlögnum. Þegar önnur þjónusta dugar ekki lengur til þá tekur við sérhæfð þjónusta á hjúkrunarheimilum landsins þar sem okkar veikasta og hrumasta fólk dvelur. Þar er veitt fagleg þjónusta sem er miðar að því að hámarka færni einstaklinga, lágmarka verki og önnur líkamleg einkenni og styðja við hámarkslífsgæði miðað við aðstæður hverju sinni. Það eru mikil forréttindi að fá að eldast en það er ekki sama hvernig við eldumst. Raunveruleg lífsgæði eru að litlu leiti tengd hinu margumtalaða lífsgæðakapphlaupi. Það sem mestu skiptir er að geta verið sjálfstæð, liðið vel, og geta stundað það sem gefur okkur ánægju sem allra lengst án óþarfa verkja eða annarra einkenna sem hægt er að koma í veg fyrir eða minnka. 8.september er Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar og er áhersla ársins 2025 á heilbrigða öldrun og byltuvarnir og óskum við félagsfólki öllu til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun