Innlent

For­seti biðlar til þing­manna og ó­lík­leg þátt­taka í Euro­vision

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur.

Áhrif aðgerðanna gegn Ísrael sem kynntar voru í gær virðast ekki mikil við fyrstu sýn. Við förum yfir málið og heyrum í forsvarsmanni hreyfingar sem vill að gengið verði mun lengra.

Þá verðum við aftur í Grænlandi og ræðum við fyrrverandi stjórnmálakonu sem segir ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að vilja eignast landið hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttunni. Auk þess heyrum við í verkefnastjóra hjá Ríkisútvarpinu um mál sem brennur á mörgum – þátttöku Íslands í Eurovision. Hann segir ólíklegt að Íslendingar verði með ef Ísraelar taka þátt.

Í Sportpakkanum verður farið yfir stórleik kvöldsins þar sem Íslendingar mæta Frökkum í París og í Íslandi í dag kynnir Sindri Sindrason sér Moulin Rouge, eða Rauðu myllunna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×