Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Ólafur Þór Jónsson skrifar 9. september 2025 21:50 Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í París. Franco Arland/Getty Images Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands var svekktur eftir tapið gegn Frakklandi í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins. Íslands komst yfir snemma í leiknum en Frakkar svöruðu sitthvoru megin við hálfleikinn og unnu 2-1. Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Ísland skoraði mark í uppbótatíma en það var dæmt af vegna meints brots Andra Lucasar á varnarmanni Frakklands. Umdeild ákvörðun í besta falli og viðurkenndi Arnar að hann hefði látið í sér heyra við dómarateymi dagsins. „Í augnablikinu verður þú að sýna smá prinsipp, standa fast á þínu og láta þá aðeins heyra það. Er aðeins búinn að róa mig núna, ég hef þroskast svo mikið.” sagði Arnar og glotti. Arnar sagðist þó velja að vera jákvæður eftir leik kvöldsins þrátt fyrir svekkjandi endi. „Á endanum er þetta bara frábær gluggi. Við settum okkur þau markmið að vinna Aserbaísjan og gefa Frökkum góðan leik. Svo fengum við bónusúrslit í dag með jafntefli Aserbaísjan og Úkraínu. Tökum það með okkur. Getum endalaust verið að tala um VAR eða ekki. Það bara skiptir ekki máli úr þessu.” sagði Arnar og bætti við: „Hugsum bara það jákvæða og troðfyllum völlinn í næsta glugga. Frábær gluggi fram undan á móti Úkraínu og Frökkum á heimavelli. Það gerist ekki betra. Auðvitað er þetta svekkjandi því þú færð ekki mörg tækifæri á lífsleiðinni til að ná í svona úrslit.” Íslenska liðið lék vel í dag og hefðu með smávægilegri heppni getað sótt stig í dag. Arnar tók undir það að frammistaðan hefði verið þroskuð en bætti við. „Oft þegar maður er að horfa á leiki í sjónvarpi og heldur að þeir geti gert aðeins betur en þeir eru rosalega góðir og líkamlegir. Áttum í stökustu vandræðum að vinna eitt einvígi í leiknum. Þeir eru bara með eitthvað annað DNA en við Íslendingar. Mér fannst taktíkin ganga vel upp.” „Auðvitað þarftu alltaf smá heppni, frábæra frammistöðu frá varnarmönnum og Elías var stórkostlegur í dag til að eiga möguleika á móti svona liði. Fannst við samt vinna vel fyrir þeirri heppni, pressan hefur farið upp á næsta getustig í síðustu leikjum fannst mér.” sagði Arnar og bætti við um frammistöðu dagsins. „Auðvitað var þetta bara lágvörn og læti en svo fáum við víti sem var svekkjandi svona rétt fyrir hálfleikinn. Svo eru þetta bara púra gæði í öðru markinu þeirra. Þannig þetta var erfiður leikur, er ekki tilbúinn til að spila svona leik í hvert einasta skipti. Stundum þarftu bara að taka þig saman í andlitinu og sætta þig við að á móti þessum toppliðum þarftu að gera svona. Mér fannst við blanda þessu vel upp en ekki fullkomlega. Heilt yfir bara mjög öflug frammistaða.” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira