Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. september 2025 11:53 Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lýsti frumvarpinu sem litlausu og gekkst Daði við því. Það væri hann einnig sjálfur. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira