Grafið undan grunnstoð samfélagsins 12. september 2025 12:32 Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun