Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 16:40 Fundur Trumps og Pútíns í ágúst virtist nokkuð vinalegur, en nú kveðst Bandaríkjaforseti tilbúinn að ráðast í refsiaðgerðir gegn Rússum. En fyrst vill hann að NATO-ríki hætti að kaupa Rússneska olíu. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna,“ skrifar Trump. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Bandaríkjaforseti skrifar á Truth Social að það sé „átakanlegt“ að sjá að sum bandalagsríki NATO kaupi enn olíu af Rússum. Sagði hann það „veikja verulega“ samningsstöðu NATO gagnvart Rússlandi. Hann skorar á öll NATO-ríki að hætta að kaupa olíu úr Rússlandi og hótar Kína 50 til 100 prósenta tollum vegna olíukaupa þeirra af Rússum. „Kína hefur mikla stjórn, og jafnvel tangarhald, á Rússlandi og þessir öflugu tollar munu brjóta það tangarhald,“ skrifar Trump á sinn Truth Social í dag. Hann telur að skuldbinding NATO til að vinna stríðið „hafi verið mun minni en 100%“. Forseti Bandaríkjanna ávarpaði þá NATO-þjóðir beint: „Það veikir verulega samningsstöðu ykkar og samningsvald gagnvart Rússlandi.“ Frá árinu 2023 hefur Tyrkland, sem er aðildarríki í NATO, verið þriðji stærsti kaupandi rússneskrar olíu á eftir Kína og Indlandi, sem þó eru ekki aðilar að NATO. Önnur NATO-ríki sem hafa keypt rússneska olíu eru Ungverjaland og Slóvakía. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lofað því að hann geti bundið enda á stríðið þótt honum hafi reyndar enn ekki tekist að binda enda á allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Hann hefur engu að síður haldið því staðfastlega fram að innrásin hefði ekki átt sér stað ef hann hefði verið forseti þegar hún hófst og telur sig geta stöðvað hana. „Þetta er ekki stríð Trumps (það hefði aldrei byrjað ef ég væri forseti),“ skrifar forsetinn um sjálfan sig í þriðju persónu. „Þetta er stríð Bidens og Selenskís. Ég er aðeins hér til að hjálpa til við að stöðva það og bjarga þúsundum rússneskra og úkraínskra mannslífa.“ Í síðasta mánuði tók Trump á móti starfsbróður sínum, Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í Alaska þar sem þeir héldu viðræður sem báru þó lítinn árangur. „Ef NATO gerir það sem ég segi mun STRÍÐINU ljúka fljótt,“ skrifar hann og bætir við að þá yrði fjölda mannslífa bjargað. „Ef ekki, eruð þið bara að sóa tímanum mínum og tíma, orku og peningum Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín NATO Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira