Innlent

ÁTVR stór­græði á mis­notuðu kerfi og lög­reglu­stöð í Breið­holti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali.

Við fjöllum um fjölmenn mótmæli í London þar sem hundrað þúsund manns mótmæltu innflytjendastefnu Bretlands. 

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang.

Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. Rætt verður við hana í kvöldfréttum.

Við kíkjum í réttir en fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum og tók Magnús Hlynur, okkar maður, að sjálfsögðu þátt í söngnum.

Við verðum í beinni úr Vatnsmýrinni þar sem fram fer frumsýning á uppistandssýningu sem kennd er við Púðursykur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×