Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 16. september 2025 11:00 Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Við höfum tekið marga spretti en líka komið að brekkum. Það var brekka þegar aftur var farið að tala um mögulega olíuvinnslu á Íslandi. Brekkur geta líka verið hindranir og misvísandi skilti. Afvegaleiðing umræðunnar hefur oft náð ótrúlegum hæðum. Þegar það fór að verða viðurkennt að grípa þurfi til aðgerða í loftslagsmálum fóru alls kyns grænþvottahús að auglýsa sínar töfralausnir. Stjórnvöld hafa svo tekið þátt í grænþvottinum frekar en að uppræta hann. Afurðin er sú að við erum langt frá því að ná markmiðum okkar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýverið uppfært landsframlag til Parísarsáttmálans, 41% samdráttur fyrir 2030 og 50-55% samdráttur fyrir árið 2035. Mér þótti hressandi að sjá að loksins væri talað um væntanlegan kostnað við vanefndir ásamt því að fram kom að ekki líti út fyrir að við náum markmiðum okkar fyrir árið 2030. Ráðherra lagði mikla áherslu á að markmiðin þurfi að vera raunsæ en líka krefjandi. Ég velti því samt sem áður upp hvað teljast megi sem raunsætt því það hlýtur að vera mismunandi eftir því hvernig er forgangsraðað. Tónninn var framkvæmdaglaður, sem getur verið jákvætt ef til dæmis á að endurheimta röskuð vistkerfi, en getur einnig verið varasamt þegar um er að ræða nýtingu á takmörkuðum auðlindum. Við getum nefnilega ekki framkvæmt okkur frá vandanum. Ekki frekar en við getum flokkað okkur frá ofneyslu. Við getum ráðist í aðgerðir og sumar loftslagsaðgerðir krefjast framkvæmda en aðrar snúast einmitt um að ráðast ekki í framkvæmdir. Ég tek heilshugar undir ráð Odds Sigurðssonar sem tók við viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær; „Að hugsa sig ekki bara tvisvar um í sambandi við framkvæmdir heldur tíu sinnum og gjarnan sleppa framkvæmdum sem þess er mögulega kostur.” Það væri til dæmis grátbroslegt ef ráðist yrði í stórt átak í endurheimt votlendis, ef samhliða eigi að reisa mörg vindorkuver ofan í votlendi á heiðarlandi, en flest vindorkuver á borðinu eru einmitt staðsett á slíkum svæðum. Loftslagsaðgerðir snúast um svo margt! Þær snúast um það hvernig við ferðumst á milli staða, hvað við borðum, hvernig við neytum vara og þjónustu, allt þetta snýst um það hvernig við förum með landið og auðlindirnar okkar. Að vera manneskja snýst um náttúruvernd, náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni. Á degi íslenskrar náttúru eigum við að horfa lengra fram í tímann en oft áður. Mikilvægt er að sumir hlutir fari í framkvæmd, en að öðrum verði hreinlega hætt. Hættum strax niðurgreiðslu á notkun jarðefnaeldsneytis með gjaldfrjálsum losunarheimildum til flugfélaga (þá getum við líka selt losunarheimildirnar og ágóðinn fer beint í ríkissjóð) Hættum að nálgast auðlind endurnýjanlegrar orku eins og hún geti vaxið upp í endalausa eftirspurn. Hættum að versla við Shein, Temu, og aðra aðila sem kemur trekk í trekk í ljós að senda til okkar lýðheilsuspillandi efni og stuðla að yfirdrifinni neyslu. Stefnum að því að hætta einn daginn hrávinnslu efna og færum okkur yfir í endurvinnslu á þeim sem er bæði umhverfisvænna og notar langtum minni orku. Og á sama tíma, þurfum við að: Efla rannsóknir á umhverfisáhrifum og auðlindaþörf hnattverkfræði-verkefna (eins og Carbfix, Röst ofl.) svo að fýsileg verkefni geti vaxið og öðrum verði hafnað með rökstuddum hætti. Setja orkuskiptaaðgerðir í forgang, til dæmis með hvötum til notkunar á grænum almenningssamgöngum, rafbílakaupa og hærra kolefnisgjaldi á móti. Endurheimta röskuð vistkerfi landsins. Friða land sem varðveitir mikið kolefni, svo því megi ekki raska. Sumu af þessu hefur nú þegar verið lofað, jafnvel fyrir löngu. Efndir hafa tafist og þess vegna verður að hugsa hlutina upp á nýtt. Loftslagsmál snúast svo mikið um hugarfarsbreytingar. Það sem við teljum raunsætt í dag er ekki það sama og vísindamenn IPCC hafa sett fram sem nauðsynlegt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Skýrsla IPCC segir að til að halda hlýnun undir 1,5°C þurfi að draga úr heildarlosun um 45% fyrir árið 2030 miðað við árið 2010. Þetta er miklu meira en það sem við höfum lofað en sjáum fram á að geta ekki efnt. Hvert gráðubrot sem farið er yfir 1,5°C markið skiptir máli. Pólitísk þróun á alþjóðavísu vekur óhug og manni gætu hæglega fallist hendur en það er ekki í boði að láta deigan síga. Áhersla valdhafa á loftslagsaðgerðir kemur í sveiflum. Það munu koma sprettir og það munu koma brekkur. Loftslagsmál koma okkur öllum við og við verðum að auka metnaðinn og gera það raunsætt að móta framtíð þar sem maðurinn getur lifað í sátt við náttúruna. Landvernd er sterkur málsvari náttúru og umhverfis og það skiptir máli að við sem almenningur stöndum saman í grasrótinni og þrýstum á valdhafa til að gefa í. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það að vera aðgerðarsinni í loftslagsmálum er langhlaup. Það koma sprettir og það koma brekkur. Við höfum tekið marga spretti en líka komið að brekkum. Það var brekka þegar aftur var farið að tala um mögulega olíuvinnslu á Íslandi. Brekkur geta líka verið hindranir og misvísandi skilti. Afvegaleiðing umræðunnar hefur oft náð ótrúlegum hæðum. Þegar það fór að verða viðurkennt að grípa þurfi til aðgerða í loftslagsmálum fóru alls kyns grænþvottahús að auglýsa sínar töfralausnir. Stjórnvöld hafa svo tekið þátt í grænþvottinum frekar en að uppræta hann. Afurðin er sú að við erum langt frá því að ná markmiðum okkar. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti nýverið uppfært landsframlag til Parísarsáttmálans, 41% samdráttur fyrir 2030 og 50-55% samdráttur fyrir árið 2035. Mér þótti hressandi að sjá að loksins væri talað um væntanlegan kostnað við vanefndir ásamt því að fram kom að ekki líti út fyrir að við náum markmiðum okkar fyrir árið 2030. Ráðherra lagði mikla áherslu á að markmiðin þurfi að vera raunsæ en líka krefjandi. Ég velti því samt sem áður upp hvað teljast megi sem raunsætt því það hlýtur að vera mismunandi eftir því hvernig er forgangsraðað. Tónninn var framkvæmdaglaður, sem getur verið jákvætt ef til dæmis á að endurheimta röskuð vistkerfi, en getur einnig verið varasamt þegar um er að ræða nýtingu á takmörkuðum auðlindum. Við getum nefnilega ekki framkvæmt okkur frá vandanum. Ekki frekar en við getum flokkað okkur frá ofneyslu. Við getum ráðist í aðgerðir og sumar loftslagsaðgerðir krefjast framkvæmda en aðrar snúast einmitt um að ráðast ekki í framkvæmdir. Ég tek heilshugar undir ráð Odds Sigurðssonar sem tók við viðurkenningu Sigríðar í Brattholti í gær; „Að hugsa sig ekki bara tvisvar um í sambandi við framkvæmdir heldur tíu sinnum og gjarnan sleppa framkvæmdum sem þess er mögulega kostur.” Það væri til dæmis grátbroslegt ef ráðist yrði í stórt átak í endurheimt votlendis, ef samhliða eigi að reisa mörg vindorkuver ofan í votlendi á heiðarlandi, en flest vindorkuver á borðinu eru einmitt staðsett á slíkum svæðum. Loftslagsaðgerðir snúast um svo margt! Þær snúast um það hvernig við ferðumst á milli staða, hvað við borðum, hvernig við neytum vara og þjónustu, allt þetta snýst um það hvernig við förum með landið og auðlindirnar okkar. Að vera manneskja snýst um náttúruvernd, náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni. Á degi íslenskrar náttúru eigum við að horfa lengra fram í tímann en oft áður. Mikilvægt er að sumir hlutir fari í framkvæmd, en að öðrum verði hreinlega hætt. Hættum strax niðurgreiðslu á notkun jarðefnaeldsneytis með gjaldfrjálsum losunarheimildum til flugfélaga (þá getum við líka selt losunarheimildirnar og ágóðinn fer beint í ríkissjóð) Hættum að nálgast auðlind endurnýjanlegrar orku eins og hún geti vaxið upp í endalausa eftirspurn. Hættum að versla við Shein, Temu, og aðra aðila sem kemur trekk í trekk í ljós að senda til okkar lýðheilsuspillandi efni og stuðla að yfirdrifinni neyslu. Stefnum að því að hætta einn daginn hrávinnslu efna og færum okkur yfir í endurvinnslu á þeim sem er bæði umhverfisvænna og notar langtum minni orku. Og á sama tíma, þurfum við að: Efla rannsóknir á umhverfisáhrifum og auðlindaþörf hnattverkfræði-verkefna (eins og Carbfix, Röst ofl.) svo að fýsileg verkefni geti vaxið og öðrum verði hafnað með rökstuddum hætti. Setja orkuskiptaaðgerðir í forgang, til dæmis með hvötum til notkunar á grænum almenningssamgöngum, rafbílakaupa og hærra kolefnisgjaldi á móti. Endurheimta röskuð vistkerfi landsins. Friða land sem varðveitir mikið kolefni, svo því megi ekki raska. Sumu af þessu hefur nú þegar verið lofað, jafnvel fyrir löngu. Efndir hafa tafist og þess vegna verður að hugsa hlutina upp á nýtt. Loftslagsmál snúast svo mikið um hugarfarsbreytingar. Það sem við teljum raunsætt í dag er ekki það sama og vísindamenn IPCC hafa sett fram sem nauðsynlegt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Skýrsla IPCC segir að til að halda hlýnun undir 1,5°C þurfi að draga úr heildarlosun um 45% fyrir árið 2030 miðað við árið 2010. Þetta er miklu meira en það sem við höfum lofað en sjáum fram á að geta ekki efnt. Hvert gráðubrot sem farið er yfir 1,5°C markið skiptir máli. Pólitísk þróun á alþjóðavísu vekur óhug og manni gætu hæglega fallist hendur en það er ekki í boði að láta deigan síga. Áhersla valdhafa á loftslagsaðgerðir kemur í sveiflum. Það munu koma sprettir og það munu koma brekkur. Loftslagsmál koma okkur öllum við og við verðum að auka metnaðinn og gera það raunsætt að móta framtíð þar sem maðurinn getur lifað í sátt við náttúruna. Landvernd er sterkur málsvari náttúru og umhverfis og það skiptir máli að við sem almenningur stöndum saman í grasrótinni og þrýstum á valdhafa til að gefa í. Höfundur er formaður Landverndar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun