Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar 16. september 2025 22:00 Þétting byggðar er mjög lýsandi orðasamband, við skiljum það öll, en það er víðtækt og tekur yfir amk. tvær ef ekki þrjár aðgerðir sem við nánari skoðun krefjast ólíkrar aðferðafræði, og ættu með raun réttu að hafa sitt hvort nafnið. Þegar þétting byggðar var gerð að pólítísku markmiði í Reykjavík var áherslan á van- og ónýttar lóðir vestan Kringlumýrarbrautar. Lóðir í gömlum hverfum þar sem lítið byggingamagn tók upp lóð sem gæti boðið upp á mun meira húsnæði annars vegar og hins vegar lóðir með starfsemi sem átti betur heima annarstaðar og hentuðu betur íbúðabyggð. Kostur slíkrar þéttingar er augljós: gatnakerfi er til staðar; lagnakerfi er aðliggjandi, deiliskipulög liggja oft fyrir og nálægð byggð hefur oft risið með tilliti til mögulegrar uppbyggingar og rask gagnvart nágrönnum því mögulega minna en ella. Það er svo annað mál að oft á tíðum hefur þessum forsendum verið raskað umfram þol umhverfisins og samfella og byggðarmynstur ekki virt. Slík dæmi ala á vantrausti og grafa undan tiltrú á yfirvöldum og þéttingu byggðar sem hugmyndafræði. En slíkar niðurstöður eru ekki óhjákvæmilegar niðurstöður þéttingar byggðar. Eftir því sem áhersla borgarinnar á þéttingu byggðar hefur færst inn í hverfi eftirstríðsáranna eru þéttingarreitirnir öðruvísi; minna er um vanbyggðar lóðir eða úr sér gengið atvinnuhúsnæði, meira er um heildstæðar, hannaðar og skjalfestar skipulagseiningar, sem hafa í sjálfu sér menningarlegt gildi. Þessar staðreyndir kalla á aðrar áherslur við mat og útfærslu á þéttingu. Slíkir reitir kalla á sjálfstætt mat á markmiðum og áherslum þeirra skipulaga sem unnið er inn í. Módernísk skipulög spiluðu saman opin svæði og byggingamassa – í anda abstrakt hugsunar, en einnig með lýðheilsu, birtu, og önnur skipulagsleg sjónarmið að leiðarljósi. Þegar þétt er í slíku skipulagi, þarf að huga að því að eyðileggja ekki upplifun og áherslur þess og virða það sem skipulagsheild. Oftar en ekki er það einkenni slíkra skipulaga að raða byggingatýpum saman í samfellur, t.d. raðir fjögurra hæða blokkarstanga í Safamýri eða Álfheimum. Eða í flóknara samspil eins og samspil raðhúsa og fjölbýlishúsa í hverfisknippi á Fálkahæðinni í Seljahverfi. Slík svæði eru svo oft tengd með opnum svæðum til lýðheilsu eða sem sjónásar. Þétting slíkra svæði má ekki fela í sér að settar séu inn byggingatýpur sem stangast á við samfelluna í yfirbragði, sérstaklega þegar einungis er verið að stinga inn einstaka íbúðarhúsum, en ekki stofnunum eða húsum sem gegna lykilhlutverki í samhengi sínu. Töku Melavöllinn sem dæmi. Staðsetning Þjóðarbókhlöðunnar fyrst og svo Eddu – húss íslenskra fræða er auðvelt að réttlæta með því að þarna er um lykilstofnanir að ræða í samhengi við aðliggjandi Þjóðminjasafn og Háskóla Íslands við Suðurgöt, auk þess að Birkimelurinn skilur þær frá aðliggjandi íbúðabyggð. Í þessu samhengi má sömuleiðis sjá að ekkert af þessu gildir um framkomnar tillögur um íbúðabyggingu á Birkimel 1, sem yrði eina íbúðarhúsið á stofnanareit austan Birkimels. Auk þess er fram lögð byggingatýpa í öllu ólík þeim fjölbýlishúsum sem næst standa, enda liggur lóðin ekki á sambærilegan hátt við sólu og önnur fjölbýlishús á svæðinu. Í hverfaskipulögum hafa verið skilgreindir uppbygginga og þróunarreitir og hafa þær tillögur mælst misvel fyrir. Í hverfaskipulagi Efra Breiðholts, er lagður til framandlegur kassi á autt svæði við Krummahóla, en á sama tíma má hrósa fyrir útfærslu við Vesturberg þar sem aukið er við núverandi hús í anda hverfisins. Á bensínstöðvarlóð við Breiðholtsbraut er verið að þrýsta á um skrautlegt fjölbýlishús með skáhalla þökum ólík nokkru sem er sýnilegt í nágrenninu, hliðstætt næmnisleysi og á Birkimel. Margt bendir til þess að sá samningur sem gerður var við olíufélögin um fjölbýlishús á bensínstöðvalóðir sé að valda verulegum árekstrum við byggðarsamfelluna í mörgum hverfum og þurfa uppbyggingaaðilar og Reykjavíkurborg að staldra við, gæta hófs og vanda sig í þeirri uppbyggingu. En þriðja gerð þéttingar byggðar eru svo randsvæði hverfa. Svæði sem hafa markað skil á milli skipulagseininga, eða á milli sveitafélaga. Á slíkum svæðum, sem oft eru umtalsverð að stærð, en óregluleg í formi getur átt sér stað þétting byggðar, rökin eru áfram bætt landnotkun og möguleikinn á bættri þjónustu, en hagkvæmnisrökin eiga ekki við. Á slíkum svæðum þarf nefnilega að leggja nýja vegi og stíga, veitur og fráveitur, sem stundum kann að vera hægt að tengja eldri kerfum, en oft ekki. Aðkoma kann að valda grundvallar breytingu á gatnakerfi aðliggjandi gata, breyta umferðamynstri og hafa áhrif á lífsgæði fjölda nágranna. Í slíkum tilfellum verður að meta stofnkostnaðinn, umfang rasksins og skerðingu gæða nærumhverfisins almennt. Samtímis þarf að meta þá skipulagsheild sem svæðið liggur í. Hverjar voru hönnunarforsendurnar, höfðu þessi opnu rými hlutverk í skipulagsheildinni? Gildir það enn? Loks þarf að horfa til þess hvaða byggingagerðir falli eðlilega að núverandi byggð og skipulagi. Í kjölfar þess er loks er hægt að meta, hvaða íbúðafjölda ber reiturinn? Ber sá fjöldi þann stofnkostnað sem stofna þarf til, skilar hann þeim ávinning að það réttlætir þá skerðingu gæða eða rask sem af uppbyggingunni leiðir? Það má nefnilega ekki einfaldlega keyra upp íbúðafjölda þangað til dæmið gengur upp og raska varanlega skipulagseiningum sem hafa virkað, hafa menningarlegt gildi og voru hugsaðar rétt í upphafi. L-Selin í Seljahverfi eru gott dæmi um uppbyggingu í eldri skipulagsheild þar sem byggðarmynstri var fylgt. Öllu verra eru tvö ný fjölbýlishús við Háaleitisbraut, er byggðarmynstri aðliggjandi húsa virðist fylgt en hinsvegar er þröngvað er tveimur húsum þar sem betur hefði farið á einu, þannig að þau bæði, nágrannar, og borgarumhverfið líða fyrir, því andrýmið sem einkennir húsaröðina er farið. Ég hvet Reykjavíkurborg, og önnur þéttbýlissveitafélög, til að skilja og þróa þéttingu byggðar með þeirri næmni og áherslu sem eðlisólíkir þéttingareitir kalla eftir. Í Opinberri Arkitektastefnu Noregs sem var gefin út af norska ríkinu nú í sumar er einmitt bent á þetta vandamál á bls.36: Aðlögun rúmtaks og efnisval, mælikvarði, litanotkun, varðveisla sögulegra minja og tengsl við landslag og staðbundnar byggingarvenjur eru nokkur mikilvæg atriði sem taka þarf tillit til í nýbyggingum. Þegar við þéttum byggð verða þessir þætti enn mikilvægari. Norðmenn skilja mikilvægi þess að vinna í samhengi við arfleifð sína. Það er annað að þróa þéttingu inn í heildstæðar skipulagsheildir, en eldri byggðarkjarna. Það krefst virðingu við þann ramma sem fyrir er og arfleifð hans. Það kann að leiða til þess að þétting sé svo skaðleg fyrir heildarmyndina að hún sé ekki réttlætanleg. Þá dugar ekki að fjölga bara íbúðum til að gera þéttinguna fjárhagslega, eða pólitískt mikilvægari, því troðningur með skóhorni á ekki heima í skipulagsmálum, þó það henti pólitískum áherslum eða lóðarhafa til skamms tíma. Vöndum okkur og gætum hófs. Höfundur er arkitekt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þétting byggðar er mjög lýsandi orðasamband, við skiljum það öll, en það er víðtækt og tekur yfir amk. tvær ef ekki þrjár aðgerðir sem við nánari skoðun krefjast ólíkrar aðferðafræði, og ættu með raun réttu að hafa sitt hvort nafnið. Þegar þétting byggðar var gerð að pólítísku markmiði í Reykjavík var áherslan á van- og ónýttar lóðir vestan Kringlumýrarbrautar. Lóðir í gömlum hverfum þar sem lítið byggingamagn tók upp lóð sem gæti boðið upp á mun meira húsnæði annars vegar og hins vegar lóðir með starfsemi sem átti betur heima annarstaðar og hentuðu betur íbúðabyggð. Kostur slíkrar þéttingar er augljós: gatnakerfi er til staðar; lagnakerfi er aðliggjandi, deiliskipulög liggja oft fyrir og nálægð byggð hefur oft risið með tilliti til mögulegrar uppbyggingar og rask gagnvart nágrönnum því mögulega minna en ella. Það er svo annað mál að oft á tíðum hefur þessum forsendum verið raskað umfram þol umhverfisins og samfella og byggðarmynstur ekki virt. Slík dæmi ala á vantrausti og grafa undan tiltrú á yfirvöldum og þéttingu byggðar sem hugmyndafræði. En slíkar niðurstöður eru ekki óhjákvæmilegar niðurstöður þéttingar byggðar. Eftir því sem áhersla borgarinnar á þéttingu byggðar hefur færst inn í hverfi eftirstríðsáranna eru þéttingarreitirnir öðruvísi; minna er um vanbyggðar lóðir eða úr sér gengið atvinnuhúsnæði, meira er um heildstæðar, hannaðar og skjalfestar skipulagseiningar, sem hafa í sjálfu sér menningarlegt gildi. Þessar staðreyndir kalla á aðrar áherslur við mat og útfærslu á þéttingu. Slíkir reitir kalla á sjálfstætt mat á markmiðum og áherslum þeirra skipulaga sem unnið er inn í. Módernísk skipulög spiluðu saman opin svæði og byggingamassa – í anda abstrakt hugsunar, en einnig með lýðheilsu, birtu, og önnur skipulagsleg sjónarmið að leiðarljósi. Þegar þétt er í slíku skipulagi, þarf að huga að því að eyðileggja ekki upplifun og áherslur þess og virða það sem skipulagsheild. Oftar en ekki er það einkenni slíkra skipulaga að raða byggingatýpum saman í samfellur, t.d. raðir fjögurra hæða blokkarstanga í Safamýri eða Álfheimum. Eða í flóknara samspil eins og samspil raðhúsa og fjölbýlishúsa í hverfisknippi á Fálkahæðinni í Seljahverfi. Slík svæði eru svo oft tengd með opnum svæðum til lýðheilsu eða sem sjónásar. Þétting slíkra svæði má ekki fela í sér að settar séu inn byggingatýpur sem stangast á við samfelluna í yfirbragði, sérstaklega þegar einungis er verið að stinga inn einstaka íbúðarhúsum, en ekki stofnunum eða húsum sem gegna lykilhlutverki í samhengi sínu. Töku Melavöllinn sem dæmi. Staðsetning Þjóðarbókhlöðunnar fyrst og svo Eddu – húss íslenskra fræða er auðvelt að réttlæta með því að þarna er um lykilstofnanir að ræða í samhengi við aðliggjandi Þjóðminjasafn og Háskóla Íslands við Suðurgöt, auk þess að Birkimelurinn skilur þær frá aðliggjandi íbúðabyggð. Í þessu samhengi má sömuleiðis sjá að ekkert af þessu gildir um framkomnar tillögur um íbúðabyggingu á Birkimel 1, sem yrði eina íbúðarhúsið á stofnanareit austan Birkimels. Auk þess er fram lögð byggingatýpa í öllu ólík þeim fjölbýlishúsum sem næst standa, enda liggur lóðin ekki á sambærilegan hátt við sólu og önnur fjölbýlishús á svæðinu. Í hverfaskipulögum hafa verið skilgreindir uppbygginga og þróunarreitir og hafa þær tillögur mælst misvel fyrir. Í hverfaskipulagi Efra Breiðholts, er lagður til framandlegur kassi á autt svæði við Krummahóla, en á sama tíma má hrósa fyrir útfærslu við Vesturberg þar sem aukið er við núverandi hús í anda hverfisins. Á bensínstöðvarlóð við Breiðholtsbraut er verið að þrýsta á um skrautlegt fjölbýlishús með skáhalla þökum ólík nokkru sem er sýnilegt í nágrenninu, hliðstætt næmnisleysi og á Birkimel. Margt bendir til þess að sá samningur sem gerður var við olíufélögin um fjölbýlishús á bensínstöðvalóðir sé að valda verulegum árekstrum við byggðarsamfelluna í mörgum hverfum og þurfa uppbyggingaaðilar og Reykjavíkurborg að staldra við, gæta hófs og vanda sig í þeirri uppbyggingu. En þriðja gerð þéttingar byggðar eru svo randsvæði hverfa. Svæði sem hafa markað skil á milli skipulagseininga, eða á milli sveitafélaga. Á slíkum svæðum, sem oft eru umtalsverð að stærð, en óregluleg í formi getur átt sér stað þétting byggðar, rökin eru áfram bætt landnotkun og möguleikinn á bættri þjónustu, en hagkvæmnisrökin eiga ekki við. Á slíkum svæðum þarf nefnilega að leggja nýja vegi og stíga, veitur og fráveitur, sem stundum kann að vera hægt að tengja eldri kerfum, en oft ekki. Aðkoma kann að valda grundvallar breytingu á gatnakerfi aðliggjandi gata, breyta umferðamynstri og hafa áhrif á lífsgæði fjölda nágranna. Í slíkum tilfellum verður að meta stofnkostnaðinn, umfang rasksins og skerðingu gæða nærumhverfisins almennt. Samtímis þarf að meta þá skipulagsheild sem svæðið liggur í. Hverjar voru hönnunarforsendurnar, höfðu þessi opnu rými hlutverk í skipulagsheildinni? Gildir það enn? Loks þarf að horfa til þess hvaða byggingagerðir falli eðlilega að núverandi byggð og skipulagi. Í kjölfar þess er loks er hægt að meta, hvaða íbúðafjölda ber reiturinn? Ber sá fjöldi þann stofnkostnað sem stofna þarf til, skilar hann þeim ávinning að það réttlætir þá skerðingu gæða eða rask sem af uppbyggingunni leiðir? Það má nefnilega ekki einfaldlega keyra upp íbúðafjölda þangað til dæmið gengur upp og raska varanlega skipulagseiningum sem hafa virkað, hafa menningarlegt gildi og voru hugsaðar rétt í upphafi. L-Selin í Seljahverfi eru gott dæmi um uppbyggingu í eldri skipulagsheild þar sem byggðarmynstri var fylgt. Öllu verra eru tvö ný fjölbýlishús við Háaleitisbraut, er byggðarmynstri aðliggjandi húsa virðist fylgt en hinsvegar er þröngvað er tveimur húsum þar sem betur hefði farið á einu, þannig að þau bæði, nágrannar, og borgarumhverfið líða fyrir, því andrýmið sem einkennir húsaröðina er farið. Ég hvet Reykjavíkurborg, og önnur þéttbýlissveitafélög, til að skilja og þróa þéttingu byggðar með þeirri næmni og áherslu sem eðlisólíkir þéttingareitir kalla eftir. Í Opinberri Arkitektastefnu Noregs sem var gefin út af norska ríkinu nú í sumar er einmitt bent á þetta vandamál á bls.36: Aðlögun rúmtaks og efnisval, mælikvarði, litanotkun, varðveisla sögulegra minja og tengsl við landslag og staðbundnar byggingarvenjur eru nokkur mikilvæg atriði sem taka þarf tillit til í nýbyggingum. Þegar við þéttum byggð verða þessir þætti enn mikilvægari. Norðmenn skilja mikilvægi þess að vinna í samhengi við arfleifð sína. Það er annað að þróa þéttingu inn í heildstæðar skipulagsheildir, en eldri byggðarkjarna. Það krefst virðingu við þann ramma sem fyrir er og arfleifð hans. Það kann að leiða til þess að þétting sé svo skaðleg fyrir heildarmyndina að hún sé ekki réttlætanleg. Þá dugar ekki að fjölga bara íbúðum til að gera þéttinguna fjárhagslega, eða pólitískt mikilvægari, því troðningur með skóhorni á ekki heima í skipulagsmálum, þó það henti pólitískum áherslum eða lóðarhafa til skamms tíma. Vöndum okkur og gætum hófs. Höfundur er arkitekt
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar